Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 02. október 2020 16:00
Magnús Már Einarsson
Flókinn og stuttur undirbúningur fyrir stórleikinn við Rúmeníu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið fær ekki langan tíma til undirbúnings fyrir leikinn gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM næstkomandi fimmtudag.

Möguleiki er á að Ísland nái einungis einni æfingu þar sem allur leikmannahópurinn verður kominn saman en vonir standa þó til að ferðalög og kórónuveirupróf gangi hratt fyrir sig þannig að allir leikmenn geti einnig mætt á æfingu á þriðjudag.

„Þetta er sérstök staða út af Covid. Við verðum 7-8 leikmenn á æfingu á mánudegi. Hinir eru að ferðast. Þeir þurfa að fara í sóttkví þangað til þeir fá svar úr fyrra prófinu," sagði Erik Hamren landsliðsþjálfari fréttamannafundi í dag.

„Við getum ekki fundað á mánudegi. Við getum æft á þriðjudagskvöld og þá eru vonandi allir búnir að fá prófinu. Það er spurningamerki hvort allir komist á þá æfingu út af ferðalögunum"

„Við höfum vonandi æfingu með öllum á þriðjudegi og svo æfum við á miðvikudegi áður en leikurinn er á fimmtudegi. Þetta verður mjög þétt dagskrá, líka með upplýsingar sem leikmenn fá utan vallar. Þetta er eins fyrir Rúmena samt. Þetta er áskorun."

Athugasemdir
banner
banner