Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   mán 02. október 2023 21:03
Elvar Geir Magnússon
Freysi um Gylfa: Ætla að leyfa Age að tilkynna hvort hann verði í hópnum
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Gylfi í leik með Lyngby.
Gylfi í leik með Lyngby.
Mynd: Getty Images
Lyngby sem vann öflugan 2-1 útisigur gegn OB í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum komst Lyngby, sem Freyr Alexandersson stýrir, upp í sjötta sætið og í efri hluta deildarinnar.

Í viðtali við Sæbjörn Steinke, fréttamann Fótbolta.net, eftir leik hrósaði Freyr markverði sínum, Mads Kikkenborg, í hástert og viðurkenndi að ef hann væri þjálfari OB væri hann mjög svekktur að hafa tapað þessum leik.

„Hann er alveg geggjaður, hann hefur bætt sig alveg hrikalega mikið síðan hann kom til okkar. Hann var hjá Esbjerg og Óli Kristjáns gaf honum fyrsta tækifærið. Óli sagði við mig þegar hann var möguleiki að það væri ekki spurning að ég ætti að taka hann. Framtíð hans er hrikalega björt," sagði Freyr.

Kikkenborg er 23 ára gamall og tók nokkrar vörslur sem minntu á handboltavörslur í leiknum.

Andri Lucas sjóðandi heitur og fáránlega góður
Andri Lucas Guðjohnsen er sjóðheitur um þessar mundir og skorar í hverjum leik. Hann skoraði sigurmarkið í kvöld.

„Svo fékk hann víti í leiknum sem hann skoraði ekki í, hann er sjóðandi heitur og er fáránlega góður. Akkúrat það sem ég vissi að væri í honum. Ég sagði við hann á einhverjum tímapunkti að við þyrftum að taka því rólega, ná þessu á þremur mánuðum eða kannski sex. Það tók þrjá daga. Þetta eru ekki bara mörkin, öll vinnan sem hann leggur á sig, hvernig hann heldur í boltann, er geggjaður í loftinu og strákarnir elska að spila með honum. Þetta er meiriháttar. Allt sem dettur fyrir hann verður að marki."

Andri er á láni frá Norrköping en Lyngby er að vinna í því að kaupa hann alfarið.

Gylfi gæti spilað á föstudaginn
Gylfi Þór Sigurðsson lék nýlega sinn fyrsta leik fyrir Lyngby en var ekki í hóp í bikarleik á dögunum og heldur ekki í kvöld. Ástæðan eru meiðsli. Hvernig er staðan á Gylfa?

„Hún er góð í dag. Hann festist í bakinu. Við erum alveg viðbúnir því að annað slagið komi eitthvað. Það kemur eitthvað smá hér og þar. Við tökum engar áhættur með hann, þegar eitthvað gerist þá öndum við aðeins með nefinu. Við tökum fjögur skref áfram og þó það komi eitt afturábak höfum við samt farið þrjú skref áfram," segir Freyr.

„Við verðum að vera þolinmóðir. Hann vinnur hrikalega vel í sínu og planið er að hann æfi með liðinu á morgun. Við eigum strax leik á föstudaginn og vonandi nær hann honum."

Á miðvikudaginn tilkynnir Age Hareide nýjan landsliðshóp, fyrir leiki gegn Lúxemborg og Liechtenstein. Verður Gylfi í honum?

„Age veit stöðuna á honum en ég leyfi honum að tilkynna hvort hann verði í hópnum eða ekki. Satt best að segja veit ég ekki hver endanleg ákvörðun verður. Það kemur bara í ljós."

Sævar að spila í gegnum nárameiðsli
Sævar Atli Magnússon byrjaði á bekknum í kvöld og Freyr sagði að hann væri ekki alveg 100%.

„Sævar er búinn að vera með í náranum í þrjá mánuði, hann mun harka í gegnum það restina af tímabilinu. Svo fer hann í ákveðið meðferðarferli eftir það. Við getum ekki lagað það meðan tímabil er í gangi, hann er víkingur í gegn og mun spila með sársauka. Í vetrarfríinu vinnum við í þessu, það tekur örugglega 8-12 vikur að ná þessu úr honum," segir Freyr.

Í viðtalinu tjáir Freyr um gott gengi Lyngby og er spurður að því hvort hann hafi fengið tilboð frá öðrum félögum.
Stöðutaflan Danmörk Superliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Midtjylland 13 8 3 2 26 16 +10 27
2 FCK 13 7 4 2 24 14 +10 25
3 AGF Aarhus 13 6 5 2 26 13 +13 23
4 Randers FC 13 5 6 2 23 16 +7 21
5 Silkeborg 13 5 6 2 25 19 +6 21
6 Brondby 13 5 4 4 22 18 +4 19
7 FC Nordsjaelland 13 5 4 4 25 24 +1 19
8 Viborg 13 4 5 4 26 23 +3 17
9 AaB Aalborg 13 4 2 7 13 25 -12 14
10 Sonderjylland 13 3 2 8 15 30 -15 11
11 Lyngby 13 1 6 6 8 16 -8 9
12 Vejle 13 1 1 11 12 31 -19 4
Athugasemdir
banner
banner