Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mán 02. október 2023 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Taka ákvörðun varðandi Boateng seinna í vikunni
Christoph Freund, yfirmaður íþróttamála hjá FC Bayern, var spurður út í þýska varnarmanninn Jerome Boateng sem hefur verið að æfa með Þýskalandsmeisturunum síðustu daga.

Boateng er 35 ára gamall og gerði frábæra hluti sem leikmaður hjá Bayern áður en hann skipti yfir til Lyon á frjálsri sölu fyrir tveimur árum síðan.

Boateng rann út á samningi hjá Lyon í sumar og hefur verið samningslaus síðan, en gæti verið að skrifa undir skammtímasamning við Bayern.

„Jerome Boateng mun æfa með okkur næstu 2-3 dagana og svo munum við hefja viðræður og taka ákvörðun," sagði Freund. „Þetta eru mjög sérstakar aðstæður þar sem þrír varnarmenn hjá okkur meiddust á einni viku og við þurfum að fylla í skarðið."

FC Bayern er með 14 stig eftir 6 fyrstu umferðir nýs deildartímabils, tveimur stigum eftir toppliði Bayer Leverkusen.

Athugasemdir
banner
banner
banner