Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   mán 02. nóvember 2015 16:30
Magnús Már Einarsson
Erlendu leikmennirnir ekki áfram hjá Fjarðabyggð
Kile Kennedy.
Kile Kennedy.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Útlit er fyrir að erlendu leikmennirnir sem spiluðu með Fjarðabyggð í sumar verði ekki áfram með liðinu í 1. deildinni á næsta ári.

Um er að ræða markvörðinn Kile Kennedy, varnarmanninn Milos Ivankovic og miðjumennina Nik Chamberlain og Carl Oscar Anderson.

„Eins og staðan er núna reikna ég ekki með að neinn af þeim verði áfram," sagði Víglundur Páll Einarsson þjálfari Fjarðabyggðar við Fótbolta.net í dag.

„Mér finnst mun betra að velja útlendinga sjálfur heldur en að láta velja þá fyrir mig," bætti Víglundur við en lengra viðtal við hann birtist síðar í dag.

Hinn ástralski Kile hefur varið mark Fjarðabyggðar undanfarin þrjú ár og Nik var að ljúka sínu öðru tímabili með liðinu. Milos kom til Fjarðabyggðar frá Huginn í fyrra á meðan Carl Oscar kom frá Svíþjóð um mitt mót í ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner