Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   lau 02. nóvember 2024 17:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Liverpool á toppinn eftir endurkomusigur - Forest upp í 3. sætið
City missteig sig gegn Bournemouth
Mo Salah skoraði sigurmarkið á Anfield.
Mo Salah skoraði sigurmarkið á Anfield.
Mynd: EPA
Frábær byrjun hjá Slot.
Frábær byrjun hjá Slot.
Mynd: EPA
Nú rétt í þessu var fimm leikjum að ljúka í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar og stóru tíðindin eru þau að Liverpool endurheimtir toppsætið eftir endurkomusigur gegn Brighton á heimavelli.

Toppliðið fyrir umferðina, Manchester City, tapaði á útielli gegn Bournemouth þar sem að heimamenn voru verðskuldað yfir í leikhléi og tvöfölduðu forystu sína um miðbik seinni hálfleiks. Antoine Semenyo og Evanilson með mörkin.

Josko Gvardiol minnkaði muninn með sínu þriðja marki á tímabilinu eftir undirbúning frá Ilkay Gundogan á 82. mínútu en lengra komust Englandsmeistararnir ekki. Bournemouth endaði með fleiri skot á markið heldur en meistararnir.

Liverpool komst tveimur stigum upp fyrir City með 2-1 endurkomusigur gegn Birghton á heimavelli. Brighton var nokkuð verðskuldað yfir í hálfleik en mörk frá Cody Gakpo og Mo Salah á stuttum kafla um miðbik seinni hálfleiks sáu til þess að Liverpool komst aftur á toppinn. Frábær byrjun Arne Slot með Liverpool heldur áfram, 13 sigrar í fyrstu 15 leikjunum í öllum keppnum, eitt jafntefli og einungis eitt tap.

Nottingham Forest komst upp í 3. sæti deildarinnar með sigri á West Ham. Hinn funheiti Chris Wood kom Forest á bragðið í fyrri hálfleik og Edson Alvarez gerði verkefnið auðveldara fyrir heimamenn í Nottingham þegar hann fékk rauða spjaldið. Hamrarnir léku manni færri allan seinni hálfleikinn og heimamenn bættu við tveimur mörkum. Forest í þriðja sætinu, magnaður árangur hjá Nuno Espirito og hans lærisveinum.

Southampton vann sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar Everton kom í heimsókn. Adam Armstrong skoraði eina markið á 85. mínútu. Beto virtist vera að jafna fyrir Everton skömmu síðar en markið var dæmt eftir VAR-skoðun. Southampton komst af botninum, tímabundið hið minnsta, því liðið er með tveimur stigum meira en Wolves sem mætir Crystal Palace klukkan 17:30 í lokaleik dagsins.

Þá virtist Ipswich vera að landa sínum fyrsta sigri í vetur en allt kom fyrir ekki, Leicester nýtti sér liðsmuninn eftir að Kalvin Phillips sá rautt og Andre Ayew jafnaði metin í uppbótartíma. Svekkjandi fyrir heimamenn á Portman Road. Fimmta jafntefli liðsins staðreynd í tíu leikjum.

Bournemouth 2 - 1 Manchester City
1-0 Antoine Semenyo ('9 )
2-0 Evanilson ('64 )
2-1 Josko Gvardiol ('82 )

Ipswich Town 1 - 1 Leicester City
1-0 Leif Davis ('55 )
1-1 Jordan Ayew ('90 )
Rautt spjald: Kalvin Phillips, Ipswich Town ('77)

Liverpool 2 - 1 Brighton
0-1 Ferdi Kadioglu ('14 )
1-1 Cody Gakpo ('69 )
2-1 Mohamed Salah ('72 )

Nott. Forest 3 - 0 West Ham
1-0 Chris Wood ('27 )
2-0 Callum Hudson-Odoi ('65 )
3-0 Ola Aina ('78 )
Rautt spjald: Edson Alvarez, West Ham ('45)

Southampton 1 - 0 Everton
1-0 Adam Armstrong ('85 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner