Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 02. desember 2019 11:00
Elvar Geir Magnússon
Liverpool langöflugast í föstum leikatriðum - Ekki tilviljun
Trent Alexander-Arnold er feykilega góður í að sparka í bolta.
Trent Alexander-Arnold er feykilega góður í að sparka í bolta.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur skorað 41 mark úr föstum leikatriðum síðan í byrjun síðasta tímabils.

Vítaspyrnur eru meðtaldar en þetta eru upplýsingar frá Opta tölfræðifyrirtækinu.

Það eru tíu fleiri mörk en nokkuð annað lið í ensku úrvalsdeildinni hefur náð að skora úr föstum leikatriðum. Þetta er engin tilviljun.

Tímabilið 2017-18 skoraði Bournemouth mest úr föstum leikatriðum og Manchester City var númer tvö.

Jurgen Klopp var vel meðvitaður um forskotið sem þetta gefur liðum og ákvað að leggja áherslu á föst leikatriði á Melwood æfingasvæðinu.

Klopp fékk sérfræðinga í aukaspyrnum og innköstum og notaði tölfræði til að reyna að bæta þennan þátt. Og það hefur svínvirkað. Þessi mörk hafa skilað Liverpool sigrum í jöfnum leikjum og komið liðinu í titilbaráttuna.

Það hjálpar svo auðvitað að hafa svona öfluga leikmenn í föstum leikatriðum eins og Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk sýndu í sigrinum gegn Brighton síðasta laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner