Bose-mótið árlega hefst um í kvöld en þetta er í 13. skiptið sem mótið er haldið, jafnan í desember mánuði. Fyrsti leikurinn er viðureign HK og Víkings sem fer fram í Kórnum klukkan 18:15.
Hermann Hreiðarsson er tekinn við þjálfun HK liðsins og stýrir liðinu í fyrsta sinn. Víkingar eru enn á síðasta tímabili en þeir eiga leik í Sambandsdeildinni í næstu viku, á Kópavogsvelli gegn Djurgarden.
Hermann Hreiðarsson er tekinn við þjálfun HK liðsins og stýrir liðinu í fyrsta sinn. Víkingar eru enn á síðasta tímabili en þeir eiga leik í Sambandsdeildinni í næstu viku, á Kópavogsvelli gegn Djurgarden.
Sex lið taka þátt í mótinu en að þessu sinni verður sú breyting á að úrslitaleikurinn fer fram í febrúar. Þetta er fyrsta undirbúningsmótið fyrir tímabilið 2025 en liðin eru þessa dagana að hefja æfingar.
Sigurvegari BOSE mótsins fær að launum frábæran BOSE S1 Pro hátalara fyrir félagið sitt.
Riðill 1:
KR
Fram
Afturelding
Riðill 2
Víkingur
FH
HK
Mánudagurinn 2. desember
18:15 HK - Víkingur (Kórinn)
Laugardagurinn 7. desember
13:00 KR - Afturelding (KR völlur)
Laugardagurinn 7. desember
12:00 Víkingur - FH (Víkingsvöllur)
Laugardagurinn 14. desember
11:00 Fram - KR (Framvöllur)
Fimmtudagurinn 19.desember
19:00 HK - FH (Kórinn)
Föstudagurinn 20.desember
17:00 Fram - Afturelding (FRAM völlur)
Úrslitaleikurinn verður spilaður í febrúar 2025
Athugasemdir