Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   mán 03. janúar 2022 12:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hefur verið erfitt á tímum en aldrei verið spurning hvað ég vil gera í mínu lífi"
Oliver Stefánsson
Oliver Stefánsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamaðurinn Oliver Stefánsson er leikmaður Norrköping í Svíþjóð en spilar líklega á Íslandi næsta sumar. Oliver er nítján ára gamall og hefur verið fjarri góðu gamni vegna meiðsla, nánast án hlés, frá því U17 ára landsliðið fór í lokakeppni EM árið 2019.

Oliver ræddi við Fótbolta.net og má sjá viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan.

„Það er ekkert staðfest enn en það er líklegt að ég verði heima á Íslandi á næsta tímabili. Ég er að jafna mig eftir blóðtappa og það mun taka sínn tíma, ég tek mér þann tíma sem þarf í það að koma mér í form aftur," sagði Oliver.

„Skrokkurinn hefur verið betri, ég er að vinna í honum upp á Skaga með hjálp frá fullt af fólki. Maður æfir eins og maður getur til að koma honum í gang - maður rýrnaði mjög mikið eftir aðgerðina."

Norrköping vildi að Oliver færi á láni til að spila sig í gang eftir meiðslin. „Ég er búinn að vera meiddur í nánast þrjú ár og við vorum allir alveg sammála því að ég þarf að spila fótbolta aftur. Það er erfitt að byrja á byrjunarreit úti, þannig það er fínt að koma til Íslands og fá mínútur og fara síðan aftur út og sýna hvað í mér býr."

„Það er heldur betur farið að kitla að spila fótbolta aftur, þess vegna vill ég koma heim til að fá mínúturnar. Ég get ekki sagt hvenær ég spilaði síðast fótboltaleik, það er mjög langt síðan."


Oliver greindist með sjaldgæfan blóðtappa á síðasta ári. „Það var svolítið spes, þetta gerist oftast mjög gömlu fólki. Þeir hjá Norrköping trúðu þessu ekki fyrst. Allt í einu var höndin blá og rauð og allur pakkinn þegar ég var í ræktinni - þetta var mjög spes. Ég fór svo í mjög stóra aðgerð á hálsi og bringu sem skildi eftir sig gott ör. Þetta tók sinn toll en maður lærir af þessu og styrkist bara."

Oliver sagði í samtali við Fótbolta.net á síðasta ári að hann hefði fengið ráðleggingar frá Gary Cahill í gegnum Grétar Rafn Steinsson.

„Cahill er einn af mjög fáum sem hafa lent í nákvæmlega þessum blóðtappa. Hann var tilbúinn að veita okkur alla þá hjálp sem við vildum í kringum þetta, hvernig hann tæklaði þetta og svoleiðis. Það var mjög gott að hafa hann til taks og ég er mjög þakklátur Grétari að hafa hjálpað með þetta."

„Þetta hefur verið erfitt á tímum en það hefur aldrei verið spurning hvað ég vil gera í mínu lífi. Það er ekkert annað í boði en að verða góður leikmaður og ég veit hvað þarf til þess. Það er bara að halda áfram og keyra í gegnum þetta - ekkert væl."

„Þeir hjá Norrköping eru þolinmóðir og búnir að vera mjög hjálpsamir þótt þetta hefur verið algjört fíaskó - um leið og ég hef komið til baka þá er alltaf eitthvað annað. Þeir hafa hjálpað mér mjög mikið og gert það sem ég hef þurft."

„Ég reyni, eftir að ég kom til Íslands, að æfa tvisvar á dag. Ef að vinnan kallar [Bifreiðastöð ÞÞÞ] þá reynir maður að hjálpa í fjölskyldufyrirtækinu. Ég einbeiti mér fyrst og fremst að boltanum."


Oliver var fyrirliði U17 ára landsliðsins á EM 2019. Líður þér ennþá eins og þú sért fyrirliði hópsins?

„Það er svo langt síðan að maður var inn í þessum hópi en ég tala ennþá við alla þessa gæja, nánast á hverjum degi marga af þeim. Mér líður eins og, ef ég fer aftur inn í hópinn sem vonandi gerist, þá finnst mér það vera mín ábyrgð að reyna verða fyrirliði aftur. Við byrjuðum mjög snemma, í U15, U16 og U17, vorum lengi saman sami hópurinn og við vorum mjög öflugir. Vonandi get ég komið til baka og hjálpað hópnum," sagði Oliver.
Athugasemdir
banner
banner