Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
banner
   lau 03. janúar 2026 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Araujo til Celtic (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Celtic er búið að tryggja sér varnarmanninn Julián Araujo á lánssamningi frá Bournemouth sem gildir út tímabilið.

Araujo er 24 ára gamall og er fyrsti leikmaður sem Wilfried Nancy nýr þjálfari Celtic fær til liðs við sig.

Bournemouth borgaði um 10 milljónir evra til að kaupa Araujo úr röðum Barcelona sumarið 2024 en þessi mexíkóski landsliðsmaður komst ekki í liðið þar.

Hann fær því að reyna fyrir sér hjá Skotlandsmeisturum Celtic út tímabilið en Araujo er með þrjú og hálft ár eftir af samningi. Hann á 16 leiki að baki fyrir landslið Mexíkó eftir að hafa spilað upp yngri landslið Bandaríkjanna, en hann á einnig einn A-landsleik að baki fyrir bandaríska landsliðið.

Araujo gæti tekið þátt í hatrömmum nágrannaslag Celtic gegn Rangers í dag en liðin eru í toppbaráttu á óvenju spennandi tímabili í skosku deildinni.


Athugasemdir
banner
banner