Tuttugasta umferð enska úrvalsdeildartímabilsins hefst í hádeginu í dag þegar toppbaráttulið Aston Villa fær fallbaráttulið Nottingham Forest í heimsókn.
Aston Villa hefur reynst eitt af spútnik liðum tímabilsins og situr í þriðja sæti eftir tap gegn Arsenal í miðri viku. Liðið er sex stigum á eftir toppliði Arsenal en leikurinn verður alls ekki auðveldur.
Andstæðingar þeirra í liði Forest hafa verið að sýna flottar frammistöður undir stjórn Sean Dyche en eru þó búnir að tapa þremur síðustu leikjum sínum í röð.
Botnlið Wolves tekur svo á móti West Ham í fallbaráttuslag á meðan Brighton spilar við nýliða Burnley. Lærlingar Fabian Hürzeler í liði Brighton þurfa á sigri að halda til að klífa aftur upp stöðutöfluna eftir slakt gengi undanfarinna vikna. Burnley er í fallsæti, sex stigum frá öruggu sæti, og þarf einnig á sigri að halda.
Að lokum eigast Bournemouth og Arsenal við í því sem gæti orðið síðasti leikur Antoine Semenyo fyrir Bournemouth. Lærlingar Andoni Iraola taka á móti toppliði Arsenal eftir að hafa sigrað báðar innbyrðisviðureignar liðanna á síðustu leiktíð.
Liðin eru að mætast í fyrsta sinn á tímabilinu og verður áhugavert að sjá hvort Bournemouth takist að stöðva sigurgöngu toppliðsins.
Iraola og Mikel Arteta, þjálfarar liðanna, hafa þekkst mjög lengi og eru góðir vinir.
Leikir dagsins
12:30 Aston Villa - Nott. Forest
15:00 Wolves - West Ham
15:00 Brighton - Burnley
17:30 Bournemouth - Arsenal
Athugasemdir



