Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 08:41
Elvar Geir Magnússon
Pabbi Haaland skaut á Arsenal eftir fagn Lewis-Skelly
Myles Lewis-Skelly er átján ára.
Myles Lewis-Skelly er átján ára.
Mynd: Getty Images
Táningurinn Myles Lewis-Skelly skoraði fyrir Arsenal í 5-1 sigrinum gegn Manchester City í gær og gerði grín að Erling Haaland með því að fagna að hætti Norðmannsins.

Haaland og Lewis-Skelly lentu í orðaskiptum fyrr á tímabilinu þar sem Haaland sagði við leikmanninn unga: 'Hver í andskotanum ertu?'

Eftir leikinn í gær birti Arsenal færslu á X með mynd af fagni Lewis-Skelly og skrifaði við hana í hástöfum: 'Þetta lið'.

Alf-Inge Haaland, pabbi Erling Haaland og fyrrum leikmaður Manchester City, svaraði færslunni: ''Þetta lið' sem vinnur allt. Ehhhhh, ekki' og setti blátt hjarta með.

Alf-Inge skaut þar á að Arsenal hefur unnið fáa titla síðustu ár á meðan Manchester City hefur lyft hverjum bikarnum á fætur öðrum.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 23 17 5 1 56 21 +35 56
2 Arsenal 24 14 8 2 49 22 +27 50
3 Nott. Forest 24 14 5 5 40 27 +13 47
4 Man City 24 12 5 7 48 35 +13 41
5 Newcastle 24 12 5 7 42 29 +13 41
6 Chelsea 23 11 7 5 45 30 +15 40
7 Bournemouth 24 11 7 6 41 28 +13 40
8 Aston Villa 24 10 7 7 34 37 -3 37
9 Fulham 24 9 9 6 36 32 +4 36
10 Brighton 24 8 10 6 35 38 -3 34
11 Brentford 24 9 4 11 42 42 0 31
12 Crystal Palace 24 7 9 8 28 30 -2 30
13 Man Utd 24 8 5 11 28 34 -6 29
14 Tottenham 24 8 3 13 48 37 +11 27
15 West Ham 23 7 6 10 28 44 -16 27
16 Everton 23 6 8 9 23 28 -5 26
17 Wolves 24 5 4 15 34 52 -18 19
18 Leicester 24 4 5 15 25 53 -28 17
19 Ipswich Town 24 3 7 14 22 49 -27 16
20 Southampton 24 2 3 19 18 54 -36 9
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner