Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   fös 03. mars 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Varð að fara frá Sviss - Ísland besti kosturinn og leist best á KR
Jakob Franz
Jakob Franz
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jakob Franz Pálsson, leikmaður Venezia á Ítalíu, er genginn í raðir KR á láni út tímabilið 2023. Jakob er uppalinn Þórsari, unglingalandsliðsmaður, sem hefur undanfarin tvö ár verið á mála hjá ítalska félaginu.

„Mér leist vel á KR, tók gott samtal áður en ég kláraði þetta. Það er fínasta þjálfarateymi og leikmenn, þetta lítur vel út. Ég talaði við Bjarna (Guðjóns) og framtíðin lítur vel út þarna. Ég ákvað að taka sénsinn," sagði Jakob við Fótbolta.net í dag.

„Ég er mjög spenntur að vinna með Rúnari Kristins, líst mjög vel á hann sem þjálfara og líka Ole Martin aðstoðarþjálfara. Þeir eru mjög taktískir og þetta verður mjög spennandi sumar."

En af hverju er Jakob kominn til Íslands?

„Ég fór til Sviss eftir síðasta sumar og það gekk ekkert það vel. Ég vildi koma til Íslands og sjá hvernig það myndi fara. Það voru tveir-þrír aðrir kostir á Íslandi en mér leist best á KR. Síðan er þægilegt að koma aðeins heim, vera með fjölskyldu og kærustunni sem maður er búinn að vera í fjarsambandi með. Það er geggjað að geta núna verið saman hér á Íslandi, bý núna hjá fjölskyldu hennar í Keflavík og mér líður vel."

Jakob var lánaður til FC Chiasso í Sviss síðasta sumar. Chiasso var í þriðju efstu deild í Sviss. Af hverju gengu hlutirnir ekki upp þar?

„Það var alls konar vesen hjá klúbbnum, núna er klúbburinn farinn á hausinn. Í nóvember var ekkert annað í stöðunni en að finna einhvern annan klúbb og Ísland var besti kosturinn fyrir mig og framtíðina."

Hann hefur á sínum ferli mest spilað sem hægri bakvörður en hefur að undanförnu einnig spilað sem miðvörður. „Það er fínt að hafa meira en eina stöðu sem ég get spilað. Ég prófaði aðeins í Sviss að vera í hafsent og spilaði með U21 gegn Skotlandi sem hafsent. Það er fínt að geta haft það í vopnabúrinu."

Eins og það lítur út núna verður Jakob í samkeppni við Kennie Chopart um sæti í KR liðinu ef horft er á hægri bakvarðarstöðuna og þá Finn Tómas Pálmason, Pontus Lindgren og Grétar Snæ Gunnarsson um sæti í liðinu sem miðvörður.

„Mér líst vel á samkeppnina, þetta eru sterkir leikmenn og frábær varnarlína. Það er gaman að komast inn í þá samkeppni og reyna fá mínútur. Ég er spenntur og hlakka til að spila með strákunum," sagði Jakob.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Þar má heyra svör hans varðandi spurningar um tímann hjá Venezia til þessa.
Athugasemdir
banner