Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   fim 01. febrúar 2024 12:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Nokkrir möguleikar í boði fyrir Axel - „Besta lausnin fyrir báða aðila"
Lék í tvö ár hjá Örebro.
Lék í tvö ár hjá Örebro.
Mynd: Örebro
Axel Óskar horfir á leik á KR vellinum sumarið 2021.
Axel Óskar horfir á leik á KR vellinum sumarið 2021.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Örebro tilkynnti í morgun að félagið hefði komist að samkomulagi um riftun á samningi Axels Óskars Andréssonar við félagið.

Axel átti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið sem hann hafði leikið fyrir síðustu tvö tímabil. Miðvörðurinn sagði í vetur að hann vildi spila á stærra sviði og nú er aukinn möguleiki á því.

„Við náðum samkomulagi í gær, þetta er besta lausnin fyrir báða aðila. Þeir þurftu aðeins að hagræða fjárhagslega og þetta hentaði mér vel því nú eru allar dyr opnar," sagði Axel við Fótbolta.net í dag.

„Það eru nokkrir skemmtilegir möguleikar í boði, ég get þó ekki farið út í hverjir það eru strax. Við náðum að klára þetta fyrir lok gærdagsins og því eru allir gluggar opnir. Ég má fara á frjálsri sölu í allar deildir, sem er mjög jákvætt. Þetta er því allt í okkar höndum sem er mjög ánægjulegt."

„Það eru nokkur lið sem koma til greina, lið á flottu 'leveli'. Fyrst að staðan er svona þá getum við tekið okkur tíma."


Axel var strax orðaður við KR á Íslandi. Spurður hvort að einhverjar líkur væru á því að hann myndi spila á Íslandi sagði Axel eftirfarandi:

„Aldrei segja aldrei. Það hefur komið upp áhugi frá Íslandi."

Viltu vera búinn að klára þín mál innan einhvers tímaramma?

„Ég er nokkuð rólegur núna, er að flytja fjölskylduna úr íbúðinni hér í Svíþjóð. Það eru rólegheit, en að sjálfsögðu er maður keppnismaður og ég vil komast í lið sem fyrst," sagði Axel.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er áhugi á Axel í Noregi, Austurríki og Póllandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner