Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   lau 03. apríl 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Aubameyang að heiðra Gervinho"
Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, vakti meiri athygli fyrir nýja hárgreiðslu en fótboltahæfileika sína í kvöld.

Aubameyang gerði ekki mikið inn á vellinum þegar Arsenal tapaði 3-0 fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Sóknarmaðurinn mætti með nýja hárgreiðslu í leikinn og var mikið gert grín að henni á samfélagsmiðlum.

Peter Crouch, fyrrum sóknarmaður Tottenham og enska landsliðsins var einn af þeim sem tók þátt í gríninu. „Aubameyang að heiða Gervinho," skrifaði Crouch á Twitter.

Gervinho er fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi leikmaður Parma á Ítalíu. Hann hefur í gegnum tíðina ekki fengið góða dóma fyrir hárstíl sinn.

Aubameyang hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar á tímabilinu - alla vega miðað við það sem er búist við af honum - hjá Arsenal sem er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.



Athugasemdir
banner