Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. apríl 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ólafur Kristófer framlengir við Fylki
Ólafur Kristófer í leik með Fylki
Ólafur Kristófer í leik með Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ólafur Kristófer Helgason mun spila með Fylki næstu tvö tímabilin en hann framlengdi samning sinn við félagið í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fylki.

Ólafur Kristófer er fæddur árið 2002 og er uppalinn í Fylki en hann hefur spilað einn deildarleik fyrir Fylki. Hann gerði það sumarið 2019.

Hann var á láni hjá Elliða á síðasta tímabili þar sem hann spilaði 18 deildarleiki og einn bikarleik í 3. deildinni.

Ólafur mun berjast við Aron Snæ Friðriksson um markvarðarstöðuna en Ólafur byrjaði einn leik í Lengjubikarnum og þá spilaði hann hálfleik gegn Þrótturum.

Hann á að baki 18 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af 12 leiki fyrir U17 ára landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner