Það var nóg um að vera í danska boltanum í dag þar sem Kaupmannahöfn færist sífellt nær titlinum eftir enn einn sigurinn.
Ísak Bergmann Jóhannesson kom ekki við sögu en Hákon Arnar Haraldsson fékk að spila síðasta hálftímann gegn Álaborg. Guðmundur Þórarinsson var ekki í leikmannahópi AaB.
Sænski landsliðsmaðurinn Viktor Claesson gerði eina mark leiksins á 81. mínútu og tryggði þar með sjöunda sigur FCK í röð í deildinni. Síðasta tapið kom í október.
Kaupmannahöfn er með níu stiga forystu á Midtjylland sem á einn leik til góða.
Álaborg 0 - 1 FC Kaupmannahöfn
0-1 Viktor Claesson ('81)
Hvorki Mikael Anderson né Jón Dagur Þorsteinsson voru með er Århus gerði markalaust jafntefli við Vejle í fallbaráttunni.
Íslendingalið AGF er ekki í fallhættu á meðan Vejle er fjórum stigum frá öruggu sæti.
Aron Elís Þrándarson og félagar í Odense unnu þá mikilvægan fallbaráttuslag gegn Nordsjælland. Aron Elís byrjaði á bekknum en fékk að spila síðustu tíu mínúturnar.
OB er sjö stigum frá fallsæti eftir sigurinn, þremur stigum fyrir ofan Nordsjælland, þegar níu umferðir eru eftir.
Aarhus 0 - 0 Vejle
Odense 2 - 1 Nordsjælland
1-0 J. Breum Martinsen ('32)
2-0 J. Breum Martinsen ('53)
2-1 S. Adingra ('67)
Í dönsku B-deildinni skoraði Aron Sigurðarson þá eina mark leiksins er Horsens lagði Helsingor að velli í toppbaráttunni.
Þetta er frábær sigur fyrir Aron og félaga sem eru núna aðeins þremur stigum á eftir Lyngby í baráttunni um síðasta lausa sætið í efstu deild.
Það eru níu umferðir eftir í B-deildinni.
Helsingor 0 - 1 Horsens
0-1 Aron Sigurðarson ('63, víti)
Rautt spjald: S. Mielitz, Helsingor ('59)
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | AGF Aarhus | 16 | 7 | 6 | 3 | 29 | 16 | +13 | 27 |
2 | FCK | 15 | 7 | 6 | 2 | 27 | 17 | +10 | 27 |
3 | Midtjylland | 15 | 8 | 3 | 4 | 27 | 22 | +5 | 27 |
4 | FC Nordsjaelland | 16 | 7 | 5 | 4 | 29 | 26 | +3 | 26 |
5 | Silkeborg | 15 | 6 | 7 | 2 | 28 | 21 | +7 | 25 |
6 | Randers FC | 15 | 6 | 6 | 3 | 27 | 18 | +9 | 24 |
7 | Brondby | 15 | 6 | 5 | 4 | 28 | 20 | +8 | 23 |
8 | Viborg | 15 | 5 | 5 | 5 | 28 | 25 | +3 | 20 |
9 | AaB Aalborg | 15 | 4 | 4 | 7 | 18 | 30 | -12 | 16 |
10 | Sonderjylland | 15 | 3 | 3 | 9 | 17 | 35 | -18 | 12 |
11 | Lyngby | 15 | 1 | 7 | 7 | 11 | 20 | -9 | 10 |
12 | Vejle | 15 | 1 | 3 | 11 | 16 | 35 | -19 | 6 |