Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mið 03. apríl 2024 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Koma Gylfa til Vals fékk Bjarna til að endurhugsa sína stöðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar Bjarni Mark Duffield var tilkynntur sem nýr leikmaður Vals sagði hann að koma Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins hefði skipt hann máli þegar hann svo ákvað að ganga í raðir Vals frá norska félaginu Start.

„Það að fá Gylfa Sigurðsson til liðsins er risastórt og hjá mér var það alveg faktor í því að ég ákvað að koma í Val. Ég hef verið mikill aðdáandi Gylfa sem fótboltamanns og það að fá að upplifa það að æfa og spila með svona hæfileikaríkum leikmanni verður afar spennandi," sagði Bjarni í tilkynningunni.

Fótbolti.net ræddi við Bjarna á mánudagskvöldið og spurði nánar út í Gylfa. Hefur koma hans til Vals mikið að segja í þinni ákvörðun?

„Já, ég væri að ljúga því ef ég myndi segja nei. Það ákvað kannski ekkert að ég kom, en það klárlega ýtti undir. Þegar ég sá þetta [að Gylfi væri kominn] þá fór ég að hugsa: „Úff, þetta er alvöru dæmi, þarf ég að fara aðeins að endurskoða hlutina?"," sagði Bjarni.

Bjarni er kominn með leikheimild með Val og gæti spilað sinn fyrsta leik með liðinu á laugardag þegar liðið tekur á móti ÍA í fyrstu umferð Bestu deildarinnar.
Bjarni Mark: Vitað af áhuga Vals lengi og þeir gáfust ekki upp
Athugasemdir
banner
banner
banner