Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
   mán 03. maí 2021 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Létu Grétar og Arnór líta út eins og Costacurta og Baresi
Grétar Snær Gunnarsson lék í miðverðinum í dag. Hann kom til KR frá Fjölni í vetur.
Grétar Snær Gunnarsson lék í miðverðinum í dag. Hann kom til KR frá Fjölni í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, girtur.
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, girtur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Grunnpunkturinn í þessu er sá að Breiðablik skapaði sér ekki neitt í leiknum, ekki neitt," sagði Gunnar Birgisson í Innkastinu sem tekið var upp eftir lokaleiki 1. umferðar Pepsi Max-deildar karla í gærkvöldi. KR vann Breiðablik 0-2 á Kópavogsvelli.

Það voru þeir Óskar Örn Hauksson og Kennie Chopart sem skoruðu mörk KR snemma leiks.

„Einn þjálfari sagði við mig að í grunninn væri ekkert mál að vinna Óskar [Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks] ef maður bara leggst og sækir hratt á hann. KR er búið að vinna Breiðablik fjórum sinnum í röð," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Blikarnir létu hafsentaparið, Grétar og Arnór, líta bara út eins og Baresi og Costacurta. Þeir litu frábærlega út, Arnór girtur og hroki í mönnum."

„Þetta var fullorðins frammistaða hjá KR. Grétar stóðst prófið en það reyndi ekkert á hann fyrr en undir lokin þegar Árni Vilhjálmsson kom inn á. Beitir þurfti ekki að verja skot og það reyndi lítið á bakverðina."

„Pálmi Rafn leit út, fyrst við erum að taka AC Milan á þetta, eins og Seedorf upp á sitt besta. Magnað hversu magnaðir KR var í þessum leik, þeir kæfðu þennan leik eftir mörkin,"
sagði Gunni.

Þeir Paolo Maldini, Franco Baresi, Alessandro Costacurta og Mauro Tassotti mynduðu eina bestu varnarlínu í sögu knattspyrnunnar á árunum 1987-1995.

Innkastið er í boði Domino's og má hlusta á þáttinn hér að neðan.
Innkastið - Nýr leikur en sömu úrslit þegar Rúnar mætir Óskari
Athugasemdir
banner
banner
banner