„Grunnpunkturinn í þessu er sá að Breiðablik skapaði sér ekki neitt í leiknum, ekki neitt," sagði Gunnar Birgisson í Innkastinu sem tekið var upp eftir lokaleiki 1. umferðar Pepsi Max-deildar karla í gærkvöldi. KR vann Breiðablik 0-2 á Kópavogsvelli.
Það voru þeir Óskar Örn Hauksson og Kennie Chopart sem skoruðu mörk KR snemma leiks.
Það voru þeir Óskar Örn Hauksson og Kennie Chopart sem skoruðu mörk KR snemma leiks.
„Einn þjálfari sagði við mig að í grunninn væri ekkert mál að vinna Óskar [Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks] ef maður bara leggst og sækir hratt á hann. KR er búið að vinna Breiðablik fjórum sinnum í röð," sagði Tómas Þór Þórðarson.
„Blikarnir létu hafsentaparið, Grétar og Arnór, líta bara út eins og Baresi og Costacurta. Þeir litu frábærlega út, Arnór girtur og hroki í mönnum."
„Þetta var fullorðins frammistaða hjá KR. Grétar stóðst prófið en það reyndi ekkert á hann fyrr en undir lokin þegar Árni Vilhjálmsson kom inn á. Beitir þurfti ekki að verja skot og það reyndi lítið á bakverðina."
„Pálmi Rafn leit út, fyrst við erum að taka AC Milan á þetta, eins og Seedorf upp á sitt besta. Magnað hversu magnaðir KR var í þessum leik, þeir kæfðu þennan leik eftir mörkin," sagði Gunni.
Þeir Paolo Maldini, Franco Baresi, Alessandro Costacurta og Mauro Tassotti mynduðu eina bestu varnarlínu í sögu knattspyrnunnar á árunum 1987-1995.
Innkastið er í boði Domino's og má hlusta á þáttinn hér að neðan.
Athugasemdir