Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 03. maí 2021 14:15
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild kvenna: 13. sæti
Nýliðum KM er spáð 13. sæti í 2. deild
Nýliðum KM er spáð 13. sæti í 2. deild
Mynd: Aðsend
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2.deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-12 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13. KM

Lokastaða í fyrra: Knattspyrnufélag miðbæjar mætir til leiks í fyrsta sinn.

Þjálfari: Joaquin Linares Cordoba

Það er stemmning í liðinu sem tekur í fyrsta sinn þátt í Íslandsmóti. Leikmenn hafa metnað til að bæta sig og ætla að njóta þess að spila fótbolta í sumar. Úrslit vetrarins hafa hinsvegar sýnt okkur það að liðið er ansi langt á eftir öðrum í deildinni í öllum þáttum fótboltans og það er ekkert sem bendir til þess að liðið endi ekki stigalaust eftir sumarið.

Lykilmenn: Ester Gunnarsdóttir fyrirliði, Arna Rún Jónsdóttir, Katrín Kristjánsdóttir

Gaman að fylgjast með: Úlfhildur Eysteinsdóttir lék með U17 ára landsliði Íslands fyrir 28 árum og spilaði svo með meistaraflokki Vals. Hún er nú mætt aftur í takkaskónna.

Við heyrðum í Joaquin þjálfara og fórum yfir spánna og fótboltasumarið sem er framundan:

Hvað finnst þér um að vera spáð neðsta sætinu og kemur það á óvart?

„Það er eðlilegt. Við erum nýtt lið og frábrugðið öðrum liðum í deildinni. Erum sjálfstætt lið og fáum því enga aðstoð frá sveitafélaginu eða slíkt. Við höfum því takmarkað fjármagn en reynum að leggja hart að okkur til að verða samkeppnishæf við önnur lið."

Geturðu sagt aðeins frá KM liðinu?

„Við erum miðbæjarlið Reykjavíkur. KM var stofnað 2018 og meistaraflokkur karla keppti í fyrsta sinn á Íslandsmóti 2019. Núna, árið 2021, er fyrsta árið þar sem stelpurnar okkar taka þátt. Við vitum að það verður ekki auðvelt en við erum að leggja grunn til að byggja ofan á í framtíðinni. Leikmennirnir okkar koma héðan og þaðan og aldursbilið er 17-50 ár! Það sem skiptir okkur mestu máli núna er að hafa gaman af þessu og taka framförum.

Hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið?
„Við höfum séð framfarir hjá okkur frá fyrsta leik til þess síðasta þó svo að allir leikir hafi tapast. Við erum því jákvæð og bjartsýn. Framtíðin er björt.“

Hver eru markmið KM í sumar?
„Markmiðið er að halda áfram að bæta okkur og fá leikmenn til að sjá að þær séu að bæta sig. Mikilvægast er þó að þetta verði skemmtilegt. Við trúum því líka að við getum náð í einhver stig.“

Við hverju býstu af 2. deild í sumar?

„Þetta virðist ætla að verða áhugavert mót. Við höfum nú þegar spreytt okkur á móti flestum liðum og höfum séð mjög öflug lið. Þetta verður því afar spennandi.“

Komnar:
Aníta Ósk Logadóttir frá Þór
Anna Kristín Ásbjörnsdóttir frá FH
Arna Karen Sigurjónsd. Waage frá Haukum
Arna Rún Jónsdóttir frá Haukum
Ástrós Anna Klemensdóttir frá Stjörnunni
Berglind Björk Aðalsteinsdóttir frá Keflavík
Birta Dögg Guðnadóttir frá BÍ
Ester Gunnarsdóttir frá Fram
Eva Gudrun Georgiades frá HK
Friðný María Þorsteinsdóttir frá Austra
Guðbjörg Ólafsdóttir frá Fram
Guðrún Ásta Ólafsdóttir frá Selfossi
Guðrún Ósk Pálsdóttir frá Víði
Hallgerður Guðlaugsdóttir frá Álftanesi
Heiðdís Ósk Þrastardóttir frá Austra
Helga Bjarney Bjarnadóttir frá Stjörnunni
Helga Jóhannsdóttir frá Völsungi
Hrund Steinarsdóttir frá Fjölni
Hugrún Sif Bergþórudóttir frá Selfossi
Júlía Inga Alfonsdóttir frá Fjölni
Júlía Óladóttir frá ÍR
Katrín Kristjánsdóttir frá KR
Kolbrún Gígja Björnsdóttir frá Fram
Kristbjörg Arna Albertsdóttir frá ÍR
Kristrún Heiða Jónsdóttir frá Fjölni
Laufey Bjarnadóttir frá Hvíta riddaranum
Melkorka Brá Karlsdóttir frá Bolungarvík
Rakel María Björnsdóttir frá Vestra
Sandra Björk Halldórsdóttir frá ÍR
Selma Sigurðardóttir frá Draupni
Snjólaug Benediktsdóttir frá Haukum
Stephanie Júlía R Þórólfsdóttir frá Þrótti R.
Tinna Líf Jörgensdóttir frá ÍR
Úlfhildur Eysteinsdóttir frá Val
Þórey Lind Vestm. Hilmarsdóttir frá Aftureldingu

Fyrstu leikir KM:
14. maí KM – Fjölnir
21. maí Hamar - KM
29. maí KM - Völsungur

KM leikur heimaleiki sína á gervigrasi KR
Athugasemdir
banner