þri 03. maí 2022 19:44
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Mbl.is 
Cecilía gerir fjögurra ára samning við Bayern
Cecilía Rán verður áfram hjá Bayern
Cecilía Rán verður áfram hjá Bayern
Mynd: FC Bayern
Landsliðsmarkvörðinn, Cecilía Rán Rúnarsdóttir, mun gera fjögurra ára samning við þýska stórveldið Bayern München á næstu vikum en þetta kemur fram á mbl.is.

Cecilía, sem er 18 ára gömul, hefur verið á láni hjá Bayern frá enska félaginu Everton frá áramótum.

Hún er uppalin í Aftureldingu og spilaði með meistaraflokki Aftureldingar frá 14 ára aldri áður en hún samdi við Fylki árið 2019.

Cecilía lék tvö tímabil með Fylki áður en hún hélt út í atvinnumennsku og gekk í raðir Örebro. Hún spilaði vel með sænska liðinu sem varð til þess að Everton keypti hana í ágúst á síðasta ári en lánaði hana út tímabilið í Svíþjóð.

Everton neyddist til að lána hana um áramótin þar sem það fékkst ekki atvinnuleyfi fyrir hana og var því Cecilía lánuð til Bayern út þessa leiktíð.

Mbl.is greinir frá því í dag að Bayern hafi nú samkomulagi við Everton um að fá Cecilíu og mun hún gera fjögurra ára samning við þýska félagið en það er beðið eftir því að hún verði laus allra mála hjá Everton.

Cecilía er handarbrotinn sem stendur en hún hefur spilað einn leik með Bayern á tímabilinu. Miklar vonir eru bundnar við að hún verði klár í slaginn áður en íslenska landsliðið fer á Evrópumótið.
Athugasemdir
banner
banner
banner