Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 03. maí 2022 17:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hlín Eiríks spáir í 2. umferð Bestu kvenna
Hlín í leik með Piteå
Hlín í leik með Piteå
Mynd: Piteå
Andrea Rut sér um markaskorunina fyrir Þrótt í kvöld
Andrea Rut sér um markaskorunina fyrir Þrótt í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Önnur umferð Bestu deildar kvenna hefst í kvöld með þremur leikjum. Umferðinni lýkur svo á morgun þegar tveir leikir fara fram.

Hlín Eiríksdóttir, leikmaður Piteå í Svíþjóð, spáir í leiki umferðarinnar.

Hulda Mýrdal, umsjónarkona Heimavallarins, spáði í leiki síðustu umferðar og var með þrjá rétta.

Svona spáir Hlín leikjunum:

ÍBV 0 - 0 Selfoss (Í kvöld 18:00)
Ég spái því að markmennirnir verði menn leiksins í þessum leik. Án þess að vera með neina tölfræði um það hef ég þá tilfinningu að leikir í eyjum endi nánast alltaf með jafntefli.

Þór/KA 0 - 1 Valur (Í kvöld 18:00)
Ég held að Valur vinni 1-0 og ég held að það verði Ásdís sem skorar markið.

Þróttur 2 - 0 Afturelding (Í kvöld 19:15)
Ég held að Þróttur verjist vel eins og í síðustu umferð og svo sjái Andrea Rut um sóknarleikinn.

Stjarnan 5 - 0 KR (Á morgun 19:15)
Markaveisla í boði Stjörnukvenna.

Keflavík 0 - 5 Breiðablik (Á morgun 19:15)
Ef Blikar ná að halda aftur af Santos held ég að þetta verði frekar þægilegur sigur fyrir þær.






Fyrri spár:
Heimavöllurinn - 3 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner