Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   sun 03. júní 2018 22:00
Magnús Már Einarsson
14 ára kom inn á hjá ÍBV - Yngstur í sögu efstu deildar
Eyþór Orri Ómarsson.
Eyþór Orri Ómarsson.
Mynd: ÍBV
Eyþór Orri Ómarsson, framherji ÍBV, skráði nafn sitt í sögubækurnar í dag þegar hann kom inn á sem varamaður undir lokin í 2-0 sigri á KR. Hann er yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild frá upphafi.

Eyþór er einungis 14 ára gamall en hann verður 15 ára í næsta mánði. Eyþór er að klára 9. bekk núna á næstu dögum.

Eyþór spilaði með ÍBV í Fótbolta.net mótinu og Lengjubikarnum í vetur sem og í Mjólkurbikarnum gegn Einherja á dögunum. Leikurinn í dag var hins vegar fyrsti leikur hans í Pepsi-deildinni með ÍBV en hann kom inn á í viðbótartíma fyrir Sigurð Grétar Benónýsson.

Eyþór sló þar með met sem Hilmar Andrew McShane setti í leik með Keflavík árið 2014 en hann kom þá inn gegn Víkingi R. þegar hann var 15 ára og 56 daga gamall.

Sigurbergur Elísson, leikmaður Keflavíkur, hafði áður sett metið árið 2007 þegar hann spilaði 15 ára og 105 daga gegn Fylki.

Þar áður var Árni Ingi Pjetursson yngstur til að spila í efstu deild en hann var 15 ára og 149 daga þegar hann spilaði með KR árið 1994.

Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, setti ekki bara Eyþór inn á í kvöld því hann var einnig þjálfari Keflavíkur þegar Sigurbergur var yngstur frá upphafi og þegar Hilmar var yngstur frá upphafi til að spila í efstu deild. Kristján var síðan aðstoðarþjálfari Kristins BJörnssonar hjá Val á sínum tíma þegar Eiður Smári Guðjohnsen varð yngstur í sögu efstu deildar.
Athugasemdir
banner
banner
banner