Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 03. júlí 2020 23:23
Helgi Fannar Sigurðsson
Andy Pew: Gáfum heimskuleg mörk
Andy Pew.
Andy Pew.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Við byrjuðum ekki vel. Við vorum með leikplan sem við fylgdum ekki í byrjun en seinni hálfleikur var mun betri," sagði Andy Pew eftir 1-2 tap Þróttar Vogum gegn Haukum fyrr í kvöld. Andy er spilandi þjálfari Þróttar til bráðabirgða þar sem Brynjar Þór Gestsson, sem almennt er aðalþjálfari liðsins, er í leyfi af persónulegum ástæðum.

Brynjar Jónasson kom Þrótti yfir á 18.mínútu áður en Nikola Dejan Djuric snéri leiknum við fyrir gestina. Lokatölur, sem fyrr segir, 1-2.

„Við gáfum heimskuleg mörk. Ég verð að hrósa fyrra markinu (aukaspyrnumark Nikola) en það var heimskulegt að gefa aukaspyrnuna. Vörnin var hræðileg í seinna markinu og við fengum á okkur mark út frá eigin hornspyrnu."

Andy var þó ánægðari með seinni hálfleikinn.

„Mér fannst við betra liðið í seinni hálfleik og ég myndi segja að jafntefli hefðu verið sanngjörn úrslit en það er stutt í næsta leik svo við þurfum að halda áfram.

Liðsmenn Þróttar virkuðu oft á tíðum ekki glaðir með dómara leiksins, Helga Ólafsson.

„Ég er alltaf að rífast við dómarann," sagði Andy léttur í bragði og bætti við að honum hafi fundist ákvarðanir dómarans halla á sína menn í dag.

Þróttur er með tvö stig eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins og Andy er vonsvikinn með það.

„Okkur finnst við hafa átt að vinna fyrstu tvo leikina. Við gáfum heimskuleg mörk (í þeim leikjum). Við myndum vilja hafa allavega sjö stig en svona er þetta. Við verðum bara að halda áfram.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner