Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
   fös 03. júlí 2020 23:23
Helgi Fannar Sigurðsson
Andy Pew: Gáfum heimskuleg mörk
Andy Pew.
Andy Pew.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Við byrjuðum ekki vel. Við vorum með leikplan sem við fylgdum ekki í byrjun en seinni hálfleikur var mun betri," sagði Andy Pew eftir 1-2 tap Þróttar Vogum gegn Haukum fyrr í kvöld. Andy er spilandi þjálfari Þróttar til bráðabirgða þar sem Brynjar Þór Gestsson, sem almennt er aðalþjálfari liðsins, er í leyfi af persónulegum ástæðum.

Brynjar Jónasson kom Þrótti yfir á 18.mínútu áður en Nikola Dejan Djuric snéri leiknum við fyrir gestina. Lokatölur, sem fyrr segir, 1-2.

„Við gáfum heimskuleg mörk. Ég verð að hrósa fyrra markinu (aukaspyrnumark Nikola) en það var heimskulegt að gefa aukaspyrnuna. Vörnin var hræðileg í seinna markinu og við fengum á okkur mark út frá eigin hornspyrnu."

Andy var þó ánægðari með seinni hálfleikinn.

„Mér fannst við betra liðið í seinni hálfleik og ég myndi segja að jafntefli hefðu verið sanngjörn úrslit en það er stutt í næsta leik svo við þurfum að halda áfram.

Liðsmenn Þróttar virkuðu oft á tíðum ekki glaðir með dómara leiksins, Helga Ólafsson.

„Ég er alltaf að rífast við dómarann," sagði Andy léttur í bragði og bætti við að honum hafi fundist ákvarðanir dómarans halla á sína menn í dag.

Þróttur er með tvö stig eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins og Andy er vonsvikinn með það.

„Okkur finnst við hafa átt að vinna fyrstu tvo leikina. Við gáfum heimskuleg mörk (í þeim leikjum). Við myndum vilja hafa allavega sjö stig en svona er þetta. Við verðum bara að halda áfram.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner