Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 03. ágúst 2022 16:14
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Tel okkur eiga góða möguleika
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Annað kvöld fer fram fyrri leikur Víkings og Lech Poznan í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Leikið er á Víkingsvelli.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir að sínir menn mæti brattir til leiks þó pólska liðið sé mun sigurstranglegra í einvíginu.

„Tilhlökkunin er mikil, það er góður taktur í okkar leik og fullt sjálfstraust en við gerum okkur grein fyrir því að við erum 'underdogs' í þessu einvígi. Það er samt allt mögulegt í fótbolta, við þurfum að eiga toppleik sem lið og sem einstaklingar. Við þurfum að sýna andstæðingunum virðingu en vera minnugir þess hvað við höfum gert í Evrópukeppni. Við höfum lært mikið og þroskast mikið sem lið. Ég tel okkur eiga góða möguleika," segir Arnar.

Stjarnan sló Lech Poznan út úr Evrópukeppni 2014. Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, varði þá mark Stjörnunnar og Pablo Punyed lék á miðjunni.

„Ég man eftir þeim leik. Það var gríðarlega ánægjulegt fyrir íslenskan fótbolta á þeim tíma að ná að slá út svona lið. Talandi um að eiga leik lífs síns, allir í Stjörnunni áttu leik lífsins þann dag. Þar á meðal markvörðurinn minn. Þú þarft líka heppni til að slá út svona lið og þetta sumar gekk allt upp hjá Stjörnunni. Það þarf mikla hæfileika til að slá svona lið út en jafnframt heppni líka."

Það má búast við miklu stuði á vellinum á morgun, það hefur sést þegar pólsk lið koma hingað til lands hversu öflugt pólska samfélagið er á Íslandi.

„Það verður mikil stemning á pöllunum. Verst er hvað við getum selt fáa miða en á móti fáum við heimavöllinn okkar, þar sem okkur líður best," segir Arnar en Víkingur og Breiðablik fengu undanþágu frá UEFA til að geta spilað á heimavöllum á þessu stigi keppninnar.
Athugasemdir
banner
banner