Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 03. ágúst 2022 16:14
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Tel okkur eiga góða möguleika
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Annað kvöld fer fram fyrri leikur Víkings og Lech Poznan í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Leikið er á Víkingsvelli.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir að sínir menn mæti brattir til leiks þó pólska liðið sé mun sigurstranglegra í einvíginu.

„Tilhlökkunin er mikil, það er góður taktur í okkar leik og fullt sjálfstraust en við gerum okkur grein fyrir því að við erum 'underdogs' í þessu einvígi. Það er samt allt mögulegt í fótbolta, við þurfum að eiga toppleik sem lið og sem einstaklingar. Við þurfum að sýna andstæðingunum virðingu en vera minnugir þess hvað við höfum gert í Evrópukeppni. Við höfum lært mikið og þroskast mikið sem lið. Ég tel okkur eiga góða möguleika," segir Arnar.

Stjarnan sló Lech Poznan út úr Evrópukeppni 2014. Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, varði þá mark Stjörnunnar og Pablo Punyed lék á miðjunni.

„Ég man eftir þeim leik. Það var gríðarlega ánægjulegt fyrir íslenskan fótbolta á þeim tíma að ná að slá út svona lið. Talandi um að eiga leik lífs síns, allir í Stjörnunni áttu leik lífsins þann dag. Þar á meðal markvörðurinn minn. Þú þarft líka heppni til að slá út svona lið og þetta sumar gekk allt upp hjá Stjörnunni. Það þarf mikla hæfileika til að slá svona lið út en jafnframt heppni líka."

Það má búast við miklu stuði á vellinum á morgun, það hefur sést þegar pólsk lið koma hingað til lands hversu öflugt pólska samfélagið er á Íslandi.

„Það verður mikil stemning á pöllunum. Verst er hvað við getum selt fáa miða en á móti fáum við heimavöllinn okkar, þar sem okkur líður best," segir Arnar en Víkingur og Breiðablik fengu undanþágu frá UEFA til að geta spilað á heimavöllum á þessu stigi keppninnar.
Athugasemdir
banner