Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mið 03. ágúst 2022 16:14
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Tel okkur eiga góða möguleika
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Annað kvöld fer fram fyrri leikur Víkings og Lech Poznan í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Leikið er á Víkingsvelli.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir að sínir menn mæti brattir til leiks þó pólska liðið sé mun sigurstranglegra í einvíginu.

„Tilhlökkunin er mikil, það er góður taktur í okkar leik og fullt sjálfstraust en við gerum okkur grein fyrir því að við erum 'underdogs' í þessu einvígi. Það er samt allt mögulegt í fótbolta, við þurfum að eiga toppleik sem lið og sem einstaklingar. Við þurfum að sýna andstæðingunum virðingu en vera minnugir þess hvað við höfum gert í Evrópukeppni. Við höfum lært mikið og þroskast mikið sem lið. Ég tel okkur eiga góða möguleika," segir Arnar.

Stjarnan sló Lech Poznan út úr Evrópukeppni 2014. Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, varði þá mark Stjörnunnar og Pablo Punyed lék á miðjunni.

„Ég man eftir þeim leik. Það var gríðarlega ánægjulegt fyrir íslenskan fótbolta á þeim tíma að ná að slá út svona lið. Talandi um að eiga leik lífs síns, allir í Stjörnunni áttu leik lífsins þann dag. Þar á meðal markvörðurinn minn. Þú þarft líka heppni til að slá út svona lið og þetta sumar gekk allt upp hjá Stjörnunni. Það þarf mikla hæfileika til að slá svona lið út en jafnframt heppni líka."

Það má búast við miklu stuði á vellinum á morgun, það hefur sést þegar pólsk lið koma hingað til lands hversu öflugt pólska samfélagið er á Íslandi.

„Það verður mikil stemning á pöllunum. Verst er hvað við getum selt fáa miða en á móti fáum við heimavöllinn okkar, þar sem okkur líður best," segir Arnar en Víkingur og Breiðablik fengu undanþágu frá UEFA til að geta spilað á heimavöllum á þessu stigi keppninnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner