Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   mið 03. ágúst 2022 16:14
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Tel okkur eiga góða möguleika
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Annað kvöld fer fram fyrri leikur Víkings og Lech Poznan í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Leikið er á Víkingsvelli.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir að sínir menn mæti brattir til leiks þó pólska liðið sé mun sigurstranglegra í einvíginu.

„Tilhlökkunin er mikil, það er góður taktur í okkar leik og fullt sjálfstraust en við gerum okkur grein fyrir því að við erum 'underdogs' í þessu einvígi. Það er samt allt mögulegt í fótbolta, við þurfum að eiga toppleik sem lið og sem einstaklingar. Við þurfum að sýna andstæðingunum virðingu en vera minnugir þess hvað við höfum gert í Evrópukeppni. Við höfum lært mikið og þroskast mikið sem lið. Ég tel okkur eiga góða möguleika," segir Arnar.

Stjarnan sló Lech Poznan út úr Evrópukeppni 2014. Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, varði þá mark Stjörnunnar og Pablo Punyed lék á miðjunni.

„Ég man eftir þeim leik. Það var gríðarlega ánægjulegt fyrir íslenskan fótbolta á þeim tíma að ná að slá út svona lið. Talandi um að eiga leik lífs síns, allir í Stjörnunni áttu leik lífsins þann dag. Þar á meðal markvörðurinn minn. Þú þarft líka heppni til að slá út svona lið og þetta sumar gekk allt upp hjá Stjörnunni. Það þarf mikla hæfileika til að slá svona lið út en jafnframt heppni líka."

Það má búast við miklu stuði á vellinum á morgun, það hefur sést þegar pólsk lið koma hingað til lands hversu öflugt pólska samfélagið er á Íslandi.

„Það verður mikil stemning á pöllunum. Verst er hvað við getum selt fáa miða en á móti fáum við heimavöllinn okkar, þar sem okkur líður best," segir Arnar en Víkingur og Breiðablik fengu undanþágu frá UEFA til að geta spilað á heimavöllum á þessu stigi keppninnar.
Athugasemdir
banner