Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   mið 03. ágúst 2022 16:14
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Tel okkur eiga góða möguleika
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Annað kvöld fer fram fyrri leikur Víkings og Lech Poznan í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Leikið er á Víkingsvelli.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir að sínir menn mæti brattir til leiks þó pólska liðið sé mun sigurstranglegra í einvíginu.

„Tilhlökkunin er mikil, það er góður taktur í okkar leik og fullt sjálfstraust en við gerum okkur grein fyrir því að við erum 'underdogs' í þessu einvígi. Það er samt allt mögulegt í fótbolta, við þurfum að eiga toppleik sem lið og sem einstaklingar. Við þurfum að sýna andstæðingunum virðingu en vera minnugir þess hvað við höfum gert í Evrópukeppni. Við höfum lært mikið og þroskast mikið sem lið. Ég tel okkur eiga góða möguleika," segir Arnar.

Stjarnan sló Lech Poznan út úr Evrópukeppni 2014. Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, varði þá mark Stjörnunnar og Pablo Punyed lék á miðjunni.

„Ég man eftir þeim leik. Það var gríðarlega ánægjulegt fyrir íslenskan fótbolta á þeim tíma að ná að slá út svona lið. Talandi um að eiga leik lífs síns, allir í Stjörnunni áttu leik lífsins þann dag. Þar á meðal markvörðurinn minn. Þú þarft líka heppni til að slá út svona lið og þetta sumar gekk allt upp hjá Stjörnunni. Það þarf mikla hæfileika til að slá svona lið út en jafnframt heppni líka."

Það má búast við miklu stuði á vellinum á morgun, það hefur sést þegar pólsk lið koma hingað til lands hversu öflugt pólska samfélagið er á Íslandi.

„Það verður mikil stemning á pöllunum. Verst er hvað við getum selt fáa miða en á móti fáum við heimavöllinn okkar, þar sem okkur líður best," segir Arnar en Víkingur og Breiðablik fengu undanþágu frá UEFA til að geta spilað á heimavöllum á þessu stigi keppninnar.
Athugasemdir
banner