Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mið 03. ágúst 2022 12:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta með 'You'll Never Walk Alone' í botni á æfingasvæðinu
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: EPA
Á morgun kemur þáttaröðin All or Nothing: Arsenal út á efnisveitunni Amazon Prime.

Í þáttunum verður skyggnst á bak við tjöldin hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal á síðustu leiktíð. Verður það svo sannarlega áhugavert að sjá hvað gekk þar á.

Þættirnir hafa verið auglýstir nokkuð að undanförnu og er einn liður í því klippur sem hafa verið birtar úr þáttunum; brot sem gefa áhorfendum sem forsmekk af því sem þeir eru að fara að sjá.

Ein slík klippa var birt í gær en þar mátti sjá hvernig Mikel Arteta, stjóri Arsenal, fór að því að undirbúa sitt lið fyrir andrúmsloftið á Anfield, heimavelli Liverpool.

Hann mætti með stóra hátalara æfingasvæðið og var lagið 'You'll Never Walk Alone' sem er eins konar þjóðsöngur Liverpool spilað hástöfum á æfingasvæðinu fyrir leikinn.

Arteta segir aldrei hafa upplifað annað eins andrúmsloft sem leikmaður og því fannst honum mikilvægt að undirbúa leikmenn sína sérstaklega fyrir það. „Stuðningsmenn þeirra spila hverjum einasta bolta í leiknum með liðinu og þú finnur fyrir því," segir Arteta.

Arsenal spilaði tvo leiki á Anfield í fyrra og tapaði fyrri þeirra 4-0, en sá seinni var í deildabikarnum og endaði markalaus.

Myndbrotið má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner