Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
   mið 03. ágúst 2022 21:53
Arnar Laufdal Arnarsson
Halli Björns: Eins og þá langaði ekki að vinna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Björnsson markmaður Stjörnunnar var ansi svekktur eftir 2-2 jafntefli gegn Fram í stórskemmtilegum leik en liðin áttust við í kvöld í 15.umferð Bestu deildar karla.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  2 Stjarnan

"Við bara byrjuðum leikinn mjög vel og skorum mjög flott mark og það bara bara eins og við hefðum dottið á hælana við það að skora svona snemma. Hleypum þeim full auðveldlega inn í þetta, erfitt að segja eitthvað við því þegar hann [Tiago] setur hann í samskeytin sitthvoru megin þannig lítið að segja því kannski en full auðvelt frá okkur en svo gerum við mjög vel að koma okkur inn í leikinn og við erum mjög svekktir með þetta, klárlega tvö töpuð stig" Sagði Haraldur í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

Framarar herjuðu ekkert svakalega að marki Stjörnunnar fyrir utan þessi tvö geggjuðu mörk hjá Tiago.

"Já akkurat, þeir lágu bara til baka og það var eins og þeim langaði ekki að vinna þennan leik þegar að við jöfnum í 2-2, kannski urðu þeir stressaðir eftir að við skoruðum eða eitthvað. Ég er bara svekktur"

Síðan að júní mánuður hófst hafa Stjörnumenn aðeins unnið einn leik, fimm jafntefli og eitt tap.

"Það er ekkert sérstakt, þú ferð ekkert rosalega langt á því, að sama skapi erum við bara búnir að tapa einum þannig þetta eru fimm jafntelfi, þau eru dýrkeypt og við þurfum að fara snúa þessum jafnteflum í sigur"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar er Halli til að mynda spurður út í innkomu Sindra Ingimarssonar sem gekk til liðs við Stjörnuna úr 3.deildinni.
Athugasemdir