Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mið 03. ágúst 2022 21:53
Arnar Laufdal Arnarsson
Halli Björns: Eins og þá langaði ekki að vinna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Björnsson markmaður Stjörnunnar var ansi svekktur eftir 2-2 jafntefli gegn Fram í stórskemmtilegum leik en liðin áttust við í kvöld í 15.umferð Bestu deildar karla.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  2 Stjarnan

"Við bara byrjuðum leikinn mjög vel og skorum mjög flott mark og það bara bara eins og við hefðum dottið á hælana við það að skora svona snemma. Hleypum þeim full auðveldlega inn í þetta, erfitt að segja eitthvað við því þegar hann [Tiago] setur hann í samskeytin sitthvoru megin þannig lítið að segja því kannski en full auðvelt frá okkur en svo gerum við mjög vel að koma okkur inn í leikinn og við erum mjög svekktir með þetta, klárlega tvö töpuð stig" Sagði Haraldur í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

Framarar herjuðu ekkert svakalega að marki Stjörnunnar fyrir utan þessi tvö geggjuðu mörk hjá Tiago.

"Já akkurat, þeir lágu bara til baka og það var eins og þeim langaði ekki að vinna þennan leik þegar að við jöfnum í 2-2, kannski urðu þeir stressaðir eftir að við skoruðum eða eitthvað. Ég er bara svekktur"

Síðan að júní mánuður hófst hafa Stjörnumenn aðeins unnið einn leik, fimm jafntefli og eitt tap.

"Það er ekkert sérstakt, þú ferð ekkert rosalega langt á því, að sama skapi erum við bara búnir að tapa einum þannig þetta eru fimm jafntelfi, þau eru dýrkeypt og við þurfum að fara snúa þessum jafnteflum í sigur"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar er Halli til að mynda spurður út í innkomu Sindra Ingimarssonar sem gekk til liðs við Stjörnuna úr 3.deildinni.
Athugasemdir
banner