Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   lau 03. september 2011 22:07
Karitas Þórarinsdóttir
Elínborg gaf viðtal í sturtunni með stelpunum
Kvenaboltinn
Eyjastúlkur fagna í kvöld.
Eyjastúlkur fagna í kvöld.
Mynd: Eyjafréttir
Elínborg Ingvarsdóttir miðjumaður ÍBV var komin í sturtu þegar Fótbolti.net falaðist eftir viðtali við hana eftir 2-0 sigur á Fylki í Pepsi-deild kvenna í dag. Þrátt fyrir það var hún klár í viðtal og bauð Fótbolta.net með í sturtu til að taka viðtalið.

„Þetta var virkilega flott hjá okkur, ég er virkilega ánægð með stelpurnar, allar," sagði Elínborg í spjalli við Fótbolta.net í sturtunni en þegar hún var spurð hvað mætti betur fara var hún trufluð í viðtalinu af öðrum leikmönnum í sturtunni sem vildu lánað sjampóið hennar. Hún hélt þó áfram að svara.

„Kannski hefðum við mátt pressa þær aðeins betur og halda víddinni betur. En annars börðumst við bara vel og þetta var flott hjá okkur."

„Við breyttum aðeins til í hálfleik, þéttum á miðjunni og bökkuðum aðeins."


ÍBV mætir Val í næsta leik og um það verkefni sagði Elínborg.

„Já, síðasti leikurinn og við ætlum bara að bæta stigum við og klára þetta bara með stæl. Það er gaman að klára þetta með vinningsleik og taka svo á því um kvöldið."
banner
banner