William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
   þri 03. september 2024 12:19
Elvar Geir Magnússon
Laugardalsvelli
Aron Einar spjallaði við Hareide fyrir æfingu landsliðsins
Icelandair
Aron Einar spjallar við Sölva Ottesen og Age Hareide.
Aron Einar spjallar við Sölva Ottesen og Age Hareide.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið æfði á Laugardalsvelli um hádegisleytið en framundan er leikur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli á föstudagskvöld.

Aron Einar Gunnarsson var ekki valinn í hópinn en Age Hareide landsliðsþjálfari talaði um það á fréttamannafundi að Aron yrði ekki valinn meðan hann væri að spila fyrir Þór í Lengjudeildinni.

Aron mætti borgaralega klæddur í heimsókn á æfinguna og spjallaði meðal annars við Hareide og Þorvald Örlygsson formann KSÍ fyrir æfinguna.

„Núna þarf hann að endurbyggja sig til að komast aftur í landsliðsform og hann þarf líka að spila á hærra stigi ef hann ætlar að komast aftur í hópinn. Mér finnst það ekki nógu gott að hann sé að spila með Þór og hann þarf að leita af öðru ef hann ætlar að berjast um að komast aftur í hópinn," sagði Hareide á fréttamannafundi í síðustu viku.

Aron var spurður út í þessi ummæli eftir að hann lék í 1-1 jafnteflisleik gegn ÍR í Lengjudeildinni um liðna helgi.

„Ég og þjálfarinn erum í góðu sambandi. Ég hef ekki talað við hann eftir þetta komment. Kannski hefði hann mátt orða þetta öðruvísi. Við áttum spjallið fyrir hóp og hann veit mína stöðu. Ég var búinn að eiga spjallið við hann varðandi markmiðið mitt," sagði Aron.
Athugasemdir
banner
banner
banner