Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   lau 31. ágúst 2024 19:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aron Einar um ummæli Hareide: Hefði mátt orða þetta öðruvísi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar er enn vongóður að spila með landsliðinu
Aron Einar er enn vongóður að spila með landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór gerði jafntefli gegn ÍR á Akureyri í dag. Liðið er fjórum stigum á undan Gróttu í fallbaráttunni fyrir tvær síðustu umferðirnar. Fótbolti.net ræddi við Aron Einar Gunnarsson, fyrirliða liðsins, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 ÍR

„Þetta var kaflaskiptur leikur eins og við mátti búast út af vindinum. Við fengum urmul af færum í fyrri hálfleik, við hefðum átt að setja svona þrjú á þá. Það sýndi karakter að koma til baka í seinni hálfleik á móti vindi og við fengum nokkur fín færi í seinni til að klára þetta. Punktur gerir ýmislegt fyrir okkur en mér fannst við eiga skilið að vinna þennan leik," sagði Aron Einar.

Það var hart barist í leiknum en Aron Einar er öllu vanur.

„Það er bara flott, ég fíla það. Þeir mættu með krafti, þeir eru að berjast um þetta topp fimm sæti og við að berjast um að sogast ekki í fallbaráttu. Þetta var stál í stál og það er bara partur af þessu," sagði Aron Einar.

Aron Einar var ekki valinn í landsliðshópinn fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, sagði að hann þyrfti að spila á hærra stigi til að vera valinn í hópinn.

„Ég og þjálfarinn erum í góðu sambandi. Ég hef ekki talað við hann eftir þetta komment. Kannski hefði hann mátt orða þetta öðruvísi. Við áttum spjallið fyrir hóp og hann veit mína stöðu. Ég var búinn að eiga spjallið við hann varðandi markmiðið mitt. Ég veit hvernig málin standa, ég þarf að koma mér í skikkanlegt form, 90 mínútur hér og það er hægt að byggja ofan á það og þá verð ég vonandi klár aftur í landsliðið. Það er nátturulega markmiðið, það vita það allir," sagði Aron Einar.

Það er enn möguleiki á því að Aron fari á láni frá Þór erlendis.

„Það ræðst á næstu dögum. Lánsglugginn er ennþá opinn, bara bíða og sjá,ef það gerist  ekki þá klára ég síðustu tvo leikina og við skoðum málin í janúar þegar glugginn opnar aftur," sagði Aron Einar.


Athugasemdir
banner
banner