William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
banner
   þri 03. september 2024 08:32
Elvar Geir Magnússon
Tyrkneskt tríó vill Trippier - Matip orðaður við West Ham
Powerade
Kieran Trippier.
Kieran Trippier.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joel Matip.
Joel Matip.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einn reynslumesti leikmaður Newcastle er orðaður við tyrknesk félög, West Ham skoðar samningslausa varnarmenn og Newcastle gefst ekki upp á að fá Elanga. Þetta og meira í slúðrinu í dag.

Tyrknesku félögin Fenerbahce, Besiktas og Eyupspor hafa öll áhuga á að fá Kieran Trippier (33), varnarmann Newcastle. Sádi-arabíska félagið Al-Ittihad reyndi einnig að fá þennan fyrrum enska landsliðsmann. (Sky Sports)

West Ham hefur áhuga á Joel Matip (33) fyrrum leikmanni Liverpool og John Egan (31) fyrrum leikmanni Sheffield United. Hamrarnir horfa til félagslausra leikmanna eftir nýjum miðverði. (Sky Sports)

Ólíklegt er að Manchester United láti danska miðjumanninn Christian Eriksen (32) fara í þessum mánuði. (Football Insider)

Newcastle mun reyna aftur að fá Anthony Elanga (22), sænska kantmanninn hjá Nottingham Forest, í janúarglugganum. (Football Insider)

Ajax hefur náð munnlegu samkomulagi við Southampton um að fá ganverska framherjann Kamaldeen Sulemana (22) lánaðan. (Fabrizio Romano)

Liverpool og Arsenal eru meðal þeirra félaga sem fylgjast grannt með brasilíska miðverðinum Vitor Reis (18) hjá Palmeiras. (Caughtoffside)

Everton hafnaði tækifærinu til að fá varnarmanninn Axel Disasi (26) og framherjann David Datro Fofana (21) frá Chelsea í skiptum fyrir framherjann Dominic Calvert-Lewin (27). (Givemesport)

Enski kantmaðurinn Joel Ndala (18) hjá Manchester City fer í læknisskoðun áður en hann gengur til liðs við PSV Eindhoven á lánssamningi með skilyrtri kaupskyldu. (Athletic)

Rúmenski framherjinn Ianis Hagi (25) ætlar að hafna möguleikanum á að fara frá Rangers til Búkarest liðsins FCSB. (Football Insider)

Skoski miðjumaðurinn Stuart Armstrong (32), sem yfirgaf Southampton í lok síðasta tímabils, er að nálgast Vancouver Whitecaps. (Daily Hive)
Athugasemdir
banner
banner
banner