Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
   lau 03. október 2020 05:55
Victor Pálsson
Spánn í dag - Villarreal heimsækir Atletico
Það má búast við spennandi leikjum í spænska boltanum í dag en alls eru fimm viðureignir á dagskrá á þessum ágæta laugardegi.

Stórliðin tvö Real Madrid og Barcelona eiga ekki leiki í dag en þau spila á morgun. Real mætir þá Levante á útivelli og spilar Barcelona við Sevilla á Nou Camp.

Í dag er þó nóg um að vera og ber helst að nefna viðureign Atletico Madrid og Villarreal sem hefst klukkan 14:00.

Kvöldleikurinn er þó ekki mikið síðri en þá mætir Valencia liði Real Betis. Betis hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum eftir sigurleiki í fyrstu tveimur umferðunum. Valencia er í öðru sætinu með sjö stig eftir fjóra leiki.

Aðrar viðureignir eru á dagskrá og má sjá þær hér fyrir neðan.

Laugardagur:
11:00 Valladolid - Eibar
14:00 Atletico Madrid - Villarreal
16:30 Real Sociedad - Getafe
16:30 Elche - Huesca
19:00 Valencia - Betis

Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 9 8 0 1 20 9 +11 24
2 Barcelona 9 7 1 1 24 10 +14 22
3 Villarreal 9 5 2 2 16 10 +6 17
4 Atletico Madrid 9 4 4 1 16 10 +6 16
5 Betis 9 4 4 1 15 10 +5 16
6 Espanyol 9 4 3 2 13 11 +2 15
7 Elche 9 3 5 1 11 9 +2 14
8 Athletic 9 4 2 3 9 9 0 14
9 Sevilla 9 4 1 4 16 14 +2 13
10 Alaves 9 3 3 3 9 8 +1 12
11 Vallecano 9 3 2 4 11 10 +1 11
12 Getafe 9 3 2 4 9 12 -3 11
13 Osasuna 9 3 1 5 7 9 -2 10
14 Valencia 9 2 3 4 10 14 -4 9
15 Levante 9 2 2 5 13 17 -4 8
16 Mallorca 9 2 2 5 10 14 -4 8
17 Celta 9 0 7 2 8 11 -3 7
18 Real Sociedad 9 1 3 5 8 13 -5 6
19 Girona 9 1 3 5 6 19 -13 6
20 Oviedo 9 2 0 7 4 16 -12 6
Athugasemdir
banner