Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   þri 03. október 2023 20:45
Ívan Guðjón Baldursson
Íslendingaliðin sigruðu í kvöld
Mynd: Willem II
Mynd: Getty Images
Rúnar Þór Sigurgeirsson lék allan leikinn í vinstri bakerði er Willem II lagði Oss að velli í B-deild hollenska boltans.

Willem var marki undir í leikhlé og klúðraði vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks en var talsvert sterkari aðilnn á vellinum og verðskuldaði að lokum 2-1 endurkomusigur.

Willem er með 14 stig eftir 8 umferðir.

Jón Daði Böðvarsson fékk þá að spila síðustu mínúturnar í 3-2 sigri Bolton gegn Stevenage í C-deild enska boltans. Jóni Daða var skipt inn á 84. mínútu.

Bolton er í þriðja sæti eftir þennan sigur, með 20 stig úr 10 leikjum.

Að lokum hafði Triestina betur gegn Virtus Verona í ítalska C-deildabikarnum. Kristófer Jónsson er á mála hjá Triestina.

Willem II 2 - 1 Oss

Bolton 3 - 2 Stevenage

Virtus Verona 0 - 1 Triestina

Athugasemdir
banner
banner