Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   þri 03. október 2023 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samfélagsmiðlastjórinn yfirgefur Napoli í kjölfarið á Osimhen gríninu
Victor Osimhen, sóknarmaður Napoli.
Victor Osimhen, sóknarmaður Napoli.
Mynd: Getty Images
Yfirmaður samfélagsmiðla Napoli hefur verið vikið úr starfi í kjölfarið á heimskulegum myndböndum félagsins á TikTok.

Grín var gert að Victor Osimhen, stjörnuleikmanni Napoli, á TikTok reikningi félagsins.

Það var gert með tveimur myndböndum, en í öðru þeirra er gert grín að vítaspyrnuklúðri hans og var þá hitt fremur skrítnara þar sem Osimhen og kókoshnetur komu fyrir.

Margir hafa komið Osimhen til varnar á samfélagsmiðlum en hann hefur þakkað fyrir stuðninginn. Svo virðist sem allt sé gleymt og grafið núna.

Fyrrum samfélagsmiðlastjórinn heitir Alessio Fortino en hann greindi frá því með færslu á Instagram að hann væri ekki lengur starfsmaður félagsins. Hann sagði að það hefði verið draumur að starfa fyrir félagið en hann væri spenntur fyrir komandi ævintýrum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner