PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   fim 03. október 2024 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í Evrópu: Ten Hag gerir fjórar breytingar - Andri Lucas byrjar á Stamford Bridge
Andri Lucas er í byrjunarliði Gent
Andri Lucas er í byrjunarliði Gent
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rasmus Höjlund byrjar hjá Man Utd
Rasmus Höjlund byrjar hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Önnur umferð í deildarkeppni Evrópudeildarinnar fer fram í kvöld og þá heldur fyrsta umferðin áfram í Sambandsdeildinni. Erik ten Hag gerir fjórar breytingar á liði Manchester United sem mætir Porto klukkan 19:00.

Amad Diallo, Casemiro, Christian Eriksen og Rasmus Höjlund koma allir inn í byrjunarlið United.

Þeir Manuel Ugarte, Antony, Alejandro Garnacho og Joshua Zirkzee eru allir á bekknum, en Kobbie Mainoo er ekki með.

United og Porto eru að eigast við í Evrópudeildinni, en United er með eitt stig í keppninni.

Porto: Diogo Costa; João Mario, Zé Pedro, Nehuén Pérez, Moura; Nico González, Varela; Pepê, Eustáquio, Galeno; Samu Omorodion

Man Utd: Onana; Mazraoui, De Ligt, Martínez, Dalot; Eriksen, Casemiro; Diallo, Bruno Fernandes, Rashford; Hojlund.

Andri Fannar Baldursson og Eggert Aron Guðmundsson eru báðir á bekknum hjá Elfsborg sem fær Roma í heimsókn í Evrópudeildinni.

Andri Lucas byrjar á Stamford Bridge

Andri Lucas Guðjohnsen er í byrjunarliði Gent sem mætir Chelsea á Stamford Bridge í Sambandsdeildinni.

Framherjinn er fæddur í Lundúnum og var tíður gestur á leikvanginum er faðir hans, Eiður Smári, lék með Chelsea.

Chelsea: Jorgensen; Badiashile, Disasi, Tosin, Renato Veiga; Casadei, Dewsbury-Hall; Pedro Neto, Joao Felix, Mudryk; Nkunku

Gent: Roef; Mitrovic, Watanabe, Torunarigha; Fadiga, Ito, Delorge-Kneiper, Brown; Gambor, Gudjohnsen, Surdez.

Albert Guðmundsson er á bekknum hjá Fiorentina sem mætir TNS frá Wales og þá er Sverrir Ingi Ingason í liði Panathinaikos sem heimsækir Borac.

Rúnar Alex Rúnarsson er á bekknum hjá FCK sem spilar við Jagiellonia frá Póllandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner