Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 03. nóvember 2021 20:22
Brynjar Ingi Erluson
Curtis fékk putta í augað og var því ekki leikfær gegn Atlético
Curtis Jones
Curtis Jones
Mynd: EPA
Enski miðjumaðurinn Curtis Jones er ekki í leikmannahópi Liverpool sem er þessa stundina yfir gegn Atlético Madríd, 2-0, en hann varð fyrir óvenjulegum meiðslum.

Curtis hefur komið með ferska vinda inn í hópinn hjá Liverpool og fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína með liðinu.

Hann hefði öllu jafna verið í hópnum gegn Atlético í kvöld en var þó hvergi að sjá á skýrslu.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, útskýrði fjarveru hans, en leikmaðurinn fékk putta í augað og gat því ekki spilað leikinn.

„Við misstum Curtis því miður úr hópnum eftir æfinguna í gærkvöldi. Hann fékk putta í augað, það er alveg ótrúlegt hvað getur gerst í þessu lífi. Hann verður í lagi en þarf tíma til að jafna sig," sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner