Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 03. desember 2021 23:00
Victor Pálsson
Kante spáði Chelsea sigur í Meistaradeildinni fyrir fyrsta leikinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Edouard Mendy, markvörður Chelsea, hefur sagt skemmtilega sögu af miðjumanninum N'Golo Kante sem var ansi kokhraustur fyrir fyrsta leik Chelsea í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð.

Kante sagði þar við liðsfélaga sína að Chelsea myndi vinna Meistaradeildina það tímabilið sem varð að lokum raunin eftir 1-0 sigur á Manchester City í úrslitum.

Fyrsti leikurinn í riðlakeppninni var gegn Sevilla en Chelsea gerði fyrst markalaust jafntefli við þá spænsku og vann seinni leikinn 4-0 á útivelli.

Fyrri leikurinn reyndist mjög erfiður fyrir bláliða, eitthvað sem fékk Kante til að hugsa um eigin ummæli eftir leik.

„N'Golo var fullur sjálfstrausts og sagði: 'Strákar, ég held að við munum vinna Meistaradeildina á þessu ári, já, ég veit það ekki en ég hef það á tilfinningunni,' sagði Mendy við BeIN Sports.

„Ég sagði honum að bíða og sjá hvernig leikurinn gegn Sevilla myndi fara. Það kvöld þá lékum við gegn Sevilla og það var erfiðasti leikur riðilsins."

„Þeir mættu og pressuðu okkur eins og brjálæðingar, þeir voru með boltann 70 prósent af tímanum. N'Golo, ég held að hann hafi hlaupið 13 kílómetra."

„Eftir leikinn þá spurði ég hann út í ummælin og hann sagði að við þyrftum kannski að bíða aðeins áður en við myndum spá í spilin."
Athugasemdir
banner
banner
banner