Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 03. desember 2021 11:02
Elvar Geir Magnússon
Rangnick útilokar ekki að verða stjóri Man Utd til frambúðar
Ralf Rangnick var í stúkunni þegar Manchester United vann Arsenal í gær.
Ralf Rangnick var í stúkunni þegar Manchester United vann Arsenal í gær.
Mynd: EPA
Ralf Rangnick.
Ralf Rangnick.
Mynd: EPA
Ralf Rangnick, nýr bráðabirgðastjóri Manchester United, segir að ekki hafi verið hægt að hafna tilboðinu um að taka við liðinu. Í morgun sat hann fyrir svörum á sínum fyrsta fréttamannafundi sem stjóri United.

Fréttamannafundurinn stóð yfir í hálftíma en Rangnick talar reiprennandi ensku. Hann stýrir United í fyrsta sinn á sunnudag, þegar liðið mætir Crystal Palace.

Hér má sjá það helsta sem fram kom á fundinum en áhugavert er að Rangnick útilokar ekki að vera stjóri United lengur en þessa sex mánuði sem eftir eru af tímabilinu.

Tilboð sem ekki var hægt að hafna
„Við erum að tala um sex og hálfan mánuð sem stjóri og svo tvö ár í ráðgjafahlutverki. Þegar Manchester United hefur samband og býður þér svona starf þá getur þú ekki hafnað því."

Verður mögulega stjóri til frambúðar
„Fólkið sem ég hef rætt við hefur sagt það skýrt að þetta er sex mánaða hlutverk. Við höfum ekki rætt um hvað gerist í sumar. Ef það verður rætt við mig um að halda áfram þá skoðum við það. Ef ég yrði spurður út í mína skoðun þá myndi ég ráðleggja það sama og ég gerði hjá RB Leipzig tvisvar, það gæti verið betra að starfa með mér í eitt ár."

Reyndi að tala Carrick af því að hætta
„Ég fékk að vita það fyrir tveimur dögum að Michael ætlaði að hætta. Ég spjallaði við hann í meira en klukkutíma og reyndi að sannfæra hann um að vera áfram. Að lokum varð ég að sætta mig við að hann var búinn að taka ákvörðun. Ég er meira en ánægður með að vinna með núverandi þjálfarateymi, ég þarf á þeirra reynslu að halda. Ég mun reyna að finna tvo eða þrjá aðila til viðbótar í starfsliðið á komandi vikum en vegna Brexit er það ekki auðvelt."

Átti langt spjall við Ole Gunnar Solskjær
„Ég ræddi við Ole í næstum tvær klukkustundir um síðustu helgi. Hann var mjög örlátur og gaf mér sína innsýn inn í leikmannahópinn."

Mun taka tíma
„Þetta snýst um að hjálpa liðinu að spila saman, þetta snýst um samheldni og liðsanda. Hálfleikarnir tveir í gær voru gjörólíkir og að hafa þessa einstöku stuðningsmenn við bakið á okkur mun hjálpa. Þetta er ekki auðvelt verk og verður ekki gert á nokkrum æfngum. Þetta snýst um að vera með stjórnina á vellinum, það er aðalmarkmiðið."

Um að þjálfa Ronaldo
„Þú þarft alltaf að aðlagast þeim leikmönnum sem þú ert með. Ég hef aldrei séð neinn á hans aldri í eins góðu formi. En þetta snýst ekki bara um hann, þetta snýst um að þróa liðið í heild sinni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner