
„Þú verður að fyrirgefa Joe, en fótboltinn vann,“ sendi Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands til Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, eftir 3-1 sigurinn á HM í Katar í kvöld.
Hollenska landsliðið er komið áfram í 8-liða úrslit HM eftir að hafa unnið Bandaríkin 3-1. Memphis Depay, Daley Blind og Denzel Dumfries skoruðu mörk Hollendinga sem fóru nokkuð þægilega áfram.
Bandaríkjamenn kalla fótbolta 'soccer' og gert óspart grín af þeim fyrir það. Í raun er uppruni orðsins frá Bretlandseyjum til að aðskilja rúgbí og fótbolta.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sendi bandaríska landsliðinu kveðjur fyrir leikinn gegn Hollandi í kvöld og sagði þá „Þetta heitir 'soccer'."
Eftir leikinn ákvað Rutte að svara Biden eins og sjá má á færslunni hér fyrir neðan.
Sorry Joe, football won. 😉#NEDUSA @OnsOranje https://t.co/v27gYK7niv
— Mark Rutte (@MinPres) December 3, 2022
Athugasemdir