Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   þri 03. desember 2024 13:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Forseti PSG: Þessi orðrómur um Salah er einfaldlega ekki sannur
Mo Salah.
Mo Salah.
Mynd: Getty Images
Al-Khelaifi.
Al-Khelaifi.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, sagði við Sky Germany í dag að Mo Salah væri stórkostlegur leikmaður en franska félagið væri ekki að íhuga að fá hann í sínar raðir.

PSG hefur verið mikið orðað við Salah síðustu daga en miðað við orð forsetans er félagið ekki að íhuga að fá hann. Salah hefur spilað frábærlega á tímabilinu en hann á rúmlega hálft ár eftir af samningi sínum við Liverpool og má á nýju ári semja við félög utan Englands um að ganga í raðir þess næsta sumar.

„Það er ekki satt (að við höfum áhuga á honum). Hann er stórkostlegur og frábær leikmaður, en við höfum aldrei íhugað að fá hann. Við vitum að öll félög myndu elska að hafa hann, en þessi orðrómur um okkur er einfaldlega ekki sannur," sagði Al-Khelaifi í dag.

„Við erum með eitt yngsta lið í Evrópu, 22,5 ára meðalaldur. Við erum að reyna byggja upp lið til framtíðar með okkar frábæra þjálfara. Við vinnum eftir langtíma plani, hópurinn er frábær og andrúmsloftið er gott. Að mínu mati erum við með besta þjálfara í heimi núna. Hann er að byggja upp framtíðarverkefni. Úrslit skipta máli, en við erum einbeittir á okkar verkefni."

„Það verða alltaf sögur í fjölmiðlum - það þarf að selja blöð,"
sagði forsetinn. Þjálfari PSG er Spánverjinn Luis Enrique.

Salah er 32 ára hægri kantmaður sem kom til Liverpool frá Roma sumarið 2017. Hann hefur skorað 11 mörk í 13 fyrstu deildarleikjum tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner