Arne Slot knattspyrnustjóri Liverpool var spurður á fréttamannafundir í morgun út í ummæli Mohamed Salah framherja liðsins eftir sigurinn á Man City um helgina.
Salah sagði eftir leikinn að hann hafi líklega verið að spila sinn síðasta heimaleik með Liverpool gegn Man City. Samningasmál Salah eru í óvissu og hann hefur kvartað yfir því að hafa ekki verið boðinn nýr samningur. Núverandi samningur rennur út næsta sumar.
„Kannski veit Mo meira um kærurnar 115 svo hann býst við að þeir verði ekki í úrvalsdeildinni á næsta tímabili," sagði Slot á fréttamannafundinum í morgun og hló dátt.
„Þetta var grín, ég endurtek grín!" bætti hann við.
Málaferli ensku úrvalsdeildarinnar gegn Man City standa yfir en 115 ákærur voru teknar fyrir í vetur.
Athugasemdir