Íslendingalið Birmingham komst í kvöld áfram í undanúrslit EFL-bikarsins á Englandi með því að leggja Stevenage að velli, 1-0, á Lamex-leikvanginun í Stevenage.
Willum Þór Willumsson var ekki með Birmingham í kvöld og þá sat Alfons Sampsted sem fastast á bekknum.
Jay Stansfield skoraði sigurmarkið þegar lítið var eftir af leiknum en Alfons kom ekkert við sögu.
Birmingham er nú án taps í síðustu átján leikjum og skrefinu nær því að sækja bikar.
Liðið vann síðast EFL-bikarinn, sem var hér árum áður kallaður Frambrúðubikarinn, árið 1995, en alls hefur Birmingham unnið keppnina tvisvar sinnum.
WE'RE INTO THE SEMI-FINALS! ???? pic.twitter.com/IpoIRA1hkw
— Birmingham City FC (@BCFC) February 4, 2025
Athugasemdir