Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 04. mars 2021 17:00
Magnús Már Einarsson
Coventry snýr aftur á heimavöll sinn
Coventry City mun snúa aftur á Ricoh Arena leikvanginn á næsta tímabili eftir að hafa náð samkomulag um að leigja völinn til næstu tíu ára.

Coventry spilaði á Ricoh Arena frá 2005 til 2019 áður en samningar náðust ekki um áframhaldandi leigu á leikvanginum.

Undanfarin tvö ár hefur Coventry spilað á St. Andrews, heimavelli Birmingham.

Um hálftíma akstur er frá Coventry til Birmingham og það fór ekki vel í stuðningsmenn félagsins þegar liðið flutti heimavöll sinn.

Stuðningsmenn Coventry geta nú mætt aftur á Ricoh Arena leikvanginn á næsta tímabili.

Coventry er í 20. sæti í Championship deildinni í dag, þremur stigum frá falli. Liðið komst upp úr C-deildinni í fyrra.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Middlesbrough 5 4 1 0 9 3 +6 13
2 Stoke City 5 4 0 1 9 3 +6 12
3 Bristol City 5 3 2 0 12 4 +8 11
4 Leicester 5 3 1 1 8 5 +3 10
5 West Brom 5 3 1 1 6 4 +2 10
6 Coventry 5 2 3 0 15 7 +8 9
7 Swansea 5 2 2 1 6 4 +2 8
8 Preston NE 5 2 2 1 6 5 +1 8
9 Portsmouth 5 2 2 1 4 3 +1 8
10 Norwich 5 2 1 2 7 6 +1 7
11 Birmingham 5 2 1 2 4 5 -1 7
12 QPR 5 2 1 2 9 12 -3 7
13 Millwall 5 2 1 2 4 7 -3 7
14 Ipswich Town 5 1 3 1 9 5 +4 6
15 Blackburn 5 2 0 3 5 5 0 6
16 Southampton 5 1 3 1 6 6 0 6
17 Watford 5 1 2 2 5 6 -1 5
18 Charlton Athletic 5 1 2 2 3 5 -2 5
19 Derby County 5 1 2 2 8 11 -3 5
20 Hull City 5 1 2 2 7 11 -4 5
21 Wrexham 5 1 1 3 8 10 -2 4
22 Oxford United 5 0 2 3 6 9 -3 2
23 Sheff Wed 5 0 1 4 3 12 -9 1
24 Sheffield Utd 5 0 0 5 1 12 -11 0
Athugasemdir