Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fös 04. mars 2022 16:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Austurfrétt 
Sameinaða félagið mun heita Knattspyrnufélag Austfjarða
Úr leik ÍR og Fjarðabyggðar í fyrra
Úr leik ÍR og Fjarðabyggðar í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjarðabyggð og Leiknir Fáskrúðsfirði sameinuðust eftir síðasta tímabil og mun nýtt sameiginlegt félag heita Knattspyrnufélag Austfjarða.

Leit stóð að nýju nafni eftir sameinguna og var óskað eftir tillögum í hugmyndasamkeppni. Skammstöfun félagsins verður KFA. Þetta kemur fram í frétt Austurfréttar.

Gerð var krafa um það varðandi nafngiftina að nafnið endurspeglaði metnað, sameiningarafl og heiðarleika auk þess sem það yrði að vera þjált í munni, auðvelt til hvatningar og vitaskuld standast allar íslenskar málvenjur.

Sérstök nafnanefnd, skipuð formönnum stjórna Austra, Súlunnar, Leiknis, Vals, Hrafnkells Freysgoða og Þróttar auk Magnúsar, völdu heppilegustu nafngiftina.

Nýja liðið mun spila í 2. deild karla og verður Brynjar Skúlason þjálfari liðsins.
Athugasemdir
banner
banner