Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. mars 2023 13:59
Brynjar Ingi Erluson
Atli Barkar lagði upp í svekkjandi tapi - Íslendingarnir í Sirius og Örebro úr leik í bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Barkarson, leikmaður SönderjyskE í Danmörku, lagði upp eina mark liðsins í 2-1 tapi fyrir Hvidovre í dönsku B-deildinni í dag.

Atli er fastamaður í liði SönderjyskE en hann lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Sören Andreasen á 58. mínútu.

Hvidovre jafnaði metin átta mínútum síðar áður og fékk SönderjyskE síðan annað mark í andlitið í uppbótartíma. Atli spilaði allan leikinn en Orri Steinn Óskarsson, sem er á láni rá FCK, kom inná þegar níu mínútur voru eftir. SönderjyskE er í 5. sæti með 31 stig.

Axel Óskar Andrésson var í byrjunarliði Örebro sem vann Landskrona, 2-0, í riðlakeppni sænska bikarsins. Liðið fer ekki í 8-liða úrslit bikarsins þrátt fyrir að hafa unnið tvo leiki en Djurgården vann alla þrjá leikina og fer því í 8-liða úrslitin.

Axel fór af velli á 63. mínútu leiksin en Valgeir Valgeirsson var ekki með Örebro í dag.

Óli Valur Ómarsson var í byrjunarliði Sirius sem tapaði fyrir Mjällby, 3-2, í riðlakeppninni. Þetta var hreinn úrslitaleikur um sæti í 8-liða úrslitum og er því Sirius úr leik. Aron Bjarnason var ekki með í dag vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner