lau 04. mars 2023 15:59
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Ég vil ekki sjá þá!
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: EPA
Ederson hefur haldið 100 sinnum hreinu í deildinni
Ederson hefur haldið 100 sinnum hreinu í deildinni
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola. stjóri Manchester City, var glaður eftir 2-0 sigurinn á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í dag en liðið er nú tveimur stigum á eftir toppliði Arsenal.

Phil Foden og Bernardo Silva gerðu mörk Man City í leiknum en Guardiola var sérstaklega ánægður með varnarleikinn.

„Þetta var svakalega erfiður leik. Við vissum það, með gæðin sem þeir eru með að þetta væri ógn og þeir verða það næstu fimm árin því það er margt gott sem þeir hafa í sínu liði. Þeir stjórna boltanum vel í umbreytingu og föstum leikatriðum.“

„En já þetta var góður leikur og við vörðumst gríðarlega vel. Samstaðan hjá þessum tveimur liðum var ótrúleg. Við fengum okkar augnablik og þeir fengu sín, en aðgerðirnar í tveimur mörkunum var það sem skildi liðin að.“

„Auðvitað þurftum við að verjast. Í svona leikjum verður þú að þjást og við töpuðum ekki rónni. Það er það mikilvægasta og héldum meðbyrnum.“


Brasiíski markvörðurinn Ederson hélt hreinu í 100. deildarleik sínu með Man City. Hann er fyrsti Suður-Ameríkumaðurinn sem nær þessum áfanga í úrvalsdeildinni.

„Ederson er ein af ástæðum þess að við höfum unnið marga titla því við höfum haldið oft hreinu og varið mörg færi. Ederson var stórkostlegur í mörgu og það er ástæðan fyrir þessu. Þú vinnur ekki titla bara með því að skora mörk, það þarf að verjast líka.“

Leikmenn Man City fá nú tveggja daga frí áður en liðið undirbýr sig fyrir næsta deildarleik sem er gegn Crystal Palace næstu helgi.

„Núna er tveggja daga frí og allir fara heim. Ég vil ekki sjá þá og þeir vilja ekki sjá mig. Tveggja daga frí og svo mætum við aftur,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner