Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 04. júlí 2022 23:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birgir gat ekki verið sáttari: Ólýsanleg og æðisleg tilfinning
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Tilfinningin er ólýsanleg, bara æðisleg. Við erum búnir að leggja svo hart að okkur og loksins kom sigurinn. Við erum búnir að spila vel en ekki búnir að fá úrslitin sem við vildum," sagði Birgir Baldvinsson, leikmaður Leiknis, eftir sigur gegn ÍA í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti í 330 daga.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 ÍA

„Heilt yfir var ég mjög ánægður, strákarnir lögðu allt á borðið og við ætluðum okkur að vinna þennan leik."

Voruði búnir að gleyma því hvernig er að vinna?

„Við stóðum okkur helvíti vel á undirbúningstímabilinu en ekki búnir að vinna leik í deildinni fyrr en núna. Það má segja að við höfum fagnað þessu helvíti vel. Þetta var helvíti sætt. Við elskum að vinna og núna er þetta komið í gang, við erum fara á sigurgöngu núna, trúi ekki öðru."

Lagði Leiknir þetta upp sem einhverns konar úrslitaleik?

„Í rauninni var þetta bara leikur sem við vissum að við þyrftum að vinna og vissum að við gætum alltaf unnið. Við tókum þrjú stiginn og ég gæti ekki verið sáttari," sagði Birgir sem átti góðan leik í vinstri bakverðinum.

„Mér líður ekkert eðlilega vel að spila vinstri bakvörðinn, elska að spila þar. Mér fannst ég heilt yfir góður í leiknum. 'Solid' varnarlega og fínn sóknarlega - hefði kannski viljað fá boltann aðeins meira."

Hann var í lok viðtals spurður út í Leikni og lánið frá KA. Svör hans má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner