Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   mán 04. júlí 2022 23:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birgir gat ekki verið sáttari: Ólýsanleg og æðisleg tilfinning
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Tilfinningin er ólýsanleg, bara æðisleg. Við erum búnir að leggja svo hart að okkur og loksins kom sigurinn. Við erum búnir að spila vel en ekki búnir að fá úrslitin sem við vildum," sagði Birgir Baldvinsson, leikmaður Leiknis, eftir sigur gegn ÍA í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti í 330 daga.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 ÍA

„Heilt yfir var ég mjög ánægður, strákarnir lögðu allt á borðið og við ætluðum okkur að vinna þennan leik."

Voruði búnir að gleyma því hvernig er að vinna?

„Við stóðum okkur helvíti vel á undirbúningstímabilinu en ekki búnir að vinna leik í deildinni fyrr en núna. Það má segja að við höfum fagnað þessu helvíti vel. Þetta var helvíti sætt. Við elskum að vinna og núna er þetta komið í gang, við erum fara á sigurgöngu núna, trúi ekki öðru."

Lagði Leiknir þetta upp sem einhverns konar úrslitaleik?

„Í rauninni var þetta bara leikur sem við vissum að við þyrftum að vinna og vissum að við gætum alltaf unnið. Við tókum þrjú stiginn og ég gæti ekki verið sáttari," sagði Birgir sem átti góðan leik í vinstri bakverðinum.

„Mér líður ekkert eðlilega vel að spila vinstri bakvörðinn, elska að spila þar. Mér fannst ég heilt yfir góður í leiknum. 'Solid' varnarlega og fínn sóknarlega - hefði kannski viljað fá boltann aðeins meira."

Hann var í lok viðtals spurður út í Leikni og lánið frá KA. Svör hans má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner