Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   mið 04. ágúst 2021 22:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Þór: Með því daprara sem við höfum sýnt mjög lengi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara sanngjarn sigur hjá HK-ingum, þeir voru bara miklu miklu betri en við í dag. Við vorum slakir svo ekki meira sé sagt," sagði Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, eftir tap gegn HK á heimavelli.

FH komst yfir strax á fyrstu mínútu en svo fer allt í baklás og HK skorar tvö mörk og hefðu jafnvel getað skorað fleiri.

Lestu um leikinn: FH 2 -  4 HK

„Ég veit það ekki, kannski greip um sig einhver værukærð eða þá að þetta var þannig að fyrsta markið var bara heppni og við vorum ekki tilbúnir þegar leikurinn byrjaði. Fyrri hálfleikur er með því daprara sem við höfum sýnt mjög lengi."

„HK-ingarnir voru frábærir í leiknum en við leyfðum þeim að vera frábærir, ekkert flóknara en það. Það var alltof langt bil á mili línanna hjá okkur, vorum að verjast á allt-allt-alltof stóru svæði og svo loksins sem við fengum boltann vorum við hugmyndasnauðir, ragir og þorðum ekki að spila boltanum fram á við. Ég gæti haldið áfram í allt kvöld."

„Þessi leikur er mikið bakslag og við verðum að sýna að þessi frammistaða hafi verið 'one-off' frammistaða og halda áfram á þessum tröppugangi sem okkkur fannst við vera í. Í dag, þetta var alveg hræðilega lélegt."


Fannst þér þið eiga fá víti þegar boltinn virtist fara í höndina á Ívari inn á teignum?

„Ég skil ekki alveg þessa handar reglu nógu vel. Ég talaði við Egil fjórða dómara, hann sagði að af því þetta var náttúruleg staða þá væri þetta ekki víti. Ég ætla ekki að rífast yfir því," sagði Davíð.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner