Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   mið 04. ágúst 2021 22:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Þór: Með því daprara sem við höfum sýnt mjög lengi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara sanngjarn sigur hjá HK-ingum, þeir voru bara miklu miklu betri en við í dag. Við vorum slakir svo ekki meira sé sagt," sagði Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, eftir tap gegn HK á heimavelli.

FH komst yfir strax á fyrstu mínútu en svo fer allt í baklás og HK skorar tvö mörk og hefðu jafnvel getað skorað fleiri.

Lestu um leikinn: FH 2 -  4 HK

„Ég veit það ekki, kannski greip um sig einhver værukærð eða þá að þetta var þannig að fyrsta markið var bara heppni og við vorum ekki tilbúnir þegar leikurinn byrjaði. Fyrri hálfleikur er með því daprara sem við höfum sýnt mjög lengi."

„HK-ingarnir voru frábærir í leiknum en við leyfðum þeim að vera frábærir, ekkert flóknara en það. Það var alltof langt bil á mili línanna hjá okkur, vorum að verjast á allt-allt-alltof stóru svæði og svo loksins sem við fengum boltann vorum við hugmyndasnauðir, ragir og þorðum ekki að spila boltanum fram á við. Ég gæti haldið áfram í allt kvöld."

„Þessi leikur er mikið bakslag og við verðum að sýna að þessi frammistaða hafi verið 'one-off' frammistaða og halda áfram á þessum tröppugangi sem okkkur fannst við vera í. Í dag, þetta var alveg hræðilega lélegt."


Fannst þér þið eiga fá víti þegar boltinn virtist fara í höndina á Ívari inn á teignum?

„Ég skil ekki alveg þessa handar reglu nógu vel. Ég talaði við Egil fjórða dómara, hann sagði að af því þetta var náttúruleg staða þá væri þetta ekki víti. Ég ætla ekki að rífast yfir því," sagði Davíð.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner