Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   mið 04. ágúst 2021 22:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Þór: Með því daprara sem við höfum sýnt mjög lengi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara sanngjarn sigur hjá HK-ingum, þeir voru bara miklu miklu betri en við í dag. Við vorum slakir svo ekki meira sé sagt," sagði Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, eftir tap gegn HK á heimavelli.

FH komst yfir strax á fyrstu mínútu en svo fer allt í baklás og HK skorar tvö mörk og hefðu jafnvel getað skorað fleiri.

Lestu um leikinn: FH 2 -  4 HK

„Ég veit það ekki, kannski greip um sig einhver værukærð eða þá að þetta var þannig að fyrsta markið var bara heppni og við vorum ekki tilbúnir þegar leikurinn byrjaði. Fyrri hálfleikur er með því daprara sem við höfum sýnt mjög lengi."

„HK-ingarnir voru frábærir í leiknum en við leyfðum þeim að vera frábærir, ekkert flóknara en það. Það var alltof langt bil á mili línanna hjá okkur, vorum að verjast á allt-allt-alltof stóru svæði og svo loksins sem við fengum boltann vorum við hugmyndasnauðir, ragir og þorðum ekki að spila boltanum fram á við. Ég gæti haldið áfram í allt kvöld."

„Þessi leikur er mikið bakslag og við verðum að sýna að þessi frammistaða hafi verið 'one-off' frammistaða og halda áfram á þessum tröppugangi sem okkkur fannst við vera í. Í dag, þetta var alveg hræðilega lélegt."


Fannst þér þið eiga fá víti þegar boltinn virtist fara í höndina á Ívari inn á teignum?

„Ég skil ekki alveg þessa handar reglu nógu vel. Ég talaði við Egil fjórða dómara, hann sagði að af því þetta var náttúruleg staða þá væri þetta ekki víti. Ég ætla ekki að rífast yfir því," sagði Davíð.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner