Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   mið 04. ágúst 2021 22:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Þór: Með því daprara sem við höfum sýnt mjög lengi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara sanngjarn sigur hjá HK-ingum, þeir voru bara miklu miklu betri en við í dag. Við vorum slakir svo ekki meira sé sagt," sagði Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, eftir tap gegn HK á heimavelli.

FH komst yfir strax á fyrstu mínútu en svo fer allt í baklás og HK skorar tvö mörk og hefðu jafnvel getað skorað fleiri.

Lestu um leikinn: FH 2 -  4 HK

„Ég veit það ekki, kannski greip um sig einhver værukærð eða þá að þetta var þannig að fyrsta markið var bara heppni og við vorum ekki tilbúnir þegar leikurinn byrjaði. Fyrri hálfleikur er með því daprara sem við höfum sýnt mjög lengi."

„HK-ingarnir voru frábærir í leiknum en við leyfðum þeim að vera frábærir, ekkert flóknara en það. Það var alltof langt bil á mili línanna hjá okkur, vorum að verjast á allt-allt-alltof stóru svæði og svo loksins sem við fengum boltann vorum við hugmyndasnauðir, ragir og þorðum ekki að spila boltanum fram á við. Ég gæti haldið áfram í allt kvöld."

„Þessi leikur er mikið bakslag og við verðum að sýna að þessi frammistaða hafi verið 'one-off' frammistaða og halda áfram á þessum tröppugangi sem okkkur fannst við vera í. Í dag, þetta var alveg hræðilega lélegt."


Fannst þér þið eiga fá víti þegar boltinn virtist fara í höndina á Ívari inn á teignum?

„Ég skil ekki alveg þessa handar reglu nógu vel. Ég talaði við Egil fjórða dómara, hann sagði að af því þetta var náttúruleg staða þá væri þetta ekki víti. Ég ætla ekki að rífast yfir því," sagði Davíð.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner