Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   fös 04. ágúst 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Ísak eftir samstuðið: Ég er með brotið nef og skurð en það var þess virði
Ísak Snær lenti illa í því gegn Crusaders
Ísak Snær lenti illa í því gegn Crusaders
Mynd: Rosenborg
Mynd: KSÍ
Ísak Snær Þorvaldsson sneri aftur á völlinn með norska liðinu Rosenborg er það vann Crusaders frá Norður-Írlandi, 3-2, eftir framlengingu í Sambandsdeild Evrópu, en hann kom inn á, skoraði og var síðan skipt af velli eftir samstuð við markvörðinn.

Mosfellingurinn hafði verið frá í þrjá mánuði vegna meiðsla áður en honum var skipt inn á þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Á 103. mínútu í framlengingunni skoraði hann með skalla en lenti sekúndubrotum seinna í samstuði við markvörð Crusaders og þurfti að fara af velli.

Ísak nefbrotnaði og fékk skurð í andlitið en segir það klárlega hafa verið þess virði.

„Mættur með stæl og marki en ánægður að ná í sigurinn.“

„Ég sá mynd af þessu og held ég hafi skallað markvörðinn eftirá. Ég hélt þetta hafi verið olnboginn en á myndinni var það hausinn, en ánægður að ná markið.“

„Þetta er sterkt lið sem gefst ekki svo auðveldlega upp. Við þurftum að berjast til enda en þetta er það fyrsta sem ég heyrði að þeir hefðu skorað en við náðum að klára þetta.“

„Þetta hefur verið svekkjandi og erfitt og margar æfingar en þetta er þess virði þegar uppi er staðið. Maður æfir stíft til að spila fyrir framan allt þetta fólk, en klárlega þess virði.“

„Þetta var ekki heilahristingur, þannig vonandi verð ég klár fyrir sunnudaginn. Þetta er bara brotið nef og skurður, en þess virði til að komast áfram og lengra í keppninni,“
sagði Ísak á samfélagsmiðlum Rosenborg.
Athugasemdir
banner
banner
banner