Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   sun 04. ágúst 2024 18:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Solanke kom ekkert við sögu í sigri Bournemouth
Mynd: Getty Images

Dominic Solanke, framherji Bournemouth, hefur verið orðaður við Tottenham og það vakti því athygli að hann kom ekkert við sögu í æfingaleik liðsins gegn spænska liðinu Rayo Vallecano í dag.


Luis Sinisterra tryggði Bournemouth 1-0 sigur á Rayo á Vitality vellinum, heimavelli Bournemouth.

Solanke er með 65 milljón punda riftunarákvæði í samningi sínum sem lið í úrvalsdeildinni geta nýtt sér. Andoni Iraola, stjóri Bournemouth, sagði hins vegar að meiðsli hafi komið í veg fyrir að hann gæti spilað í dag.

Bournemouth mætir Girona í síðasta æfingaleik sínum á föstudaginn og Iraola gerir ráð fyrir því að Solanke verði þá klár í slaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner