Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
   lau 04. september 2021 16:45
Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif: Ég var brjáluð
Gleði og sorg. Arna Sif glöð að leiknum sigrinum í dag en Fylkisstúlkur fengu það erfiða hlutskipti að falla úr deildinni á sama tíma.
Gleði og sorg. Arna Sif glöð að leiknum sigrinum í dag en Fylkisstúlkur fengu það erfiða hlutskipti að falla úr deildinni á sama tíma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög góður sigur. Kannski ekki besti fótboltaleikur sem við höfum spilað í sumar en hrikalega mikilvæg stig svo við erum mjög sáttar," sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrirliði Þórs/KA eftir 1 - 2 sigur á Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Þór/KA

„Þetta var svolítið kaflaskipti. Við vorum á mörgum köflum frábærar í fyrri hálfleiknum. Skoruðum frábær mörk, héldum boltanum vel og fengum tækifæri en seinni hálfleikurinn var kaos í báðar áttir. Þær reyndu eins og þær gátu og þá stressuðumst við og þetta varð pínu kaos."

Arna Sif fékk að líta sitt fyrsta gula spjald í sumar fyrir brot í miðjuhringnum. Hún brást reið við dómnum og var beðin að útskýra hvað gekk á?

„Ég stíg upp með henni til að vinna boltann sem ég geri, og er svo bara að snúa mér við og stíg ofan á tærnar á henni algjörlega óvart og fyrir það fékk ég gult spjald," sagði Arna Sif.

„Ég var brjáluð, ég er ekki búin að fá spjald í sumar og vildi halda því svoleiðis. Og fyrir þetta, ég get alvet tekið á mig spjald ef ég á það skilið en þetta var algjör kjaftæði," sagði Arna Sif en var markmið að fara í gegnum deildin án þess að fá á sig spjald?

„Já, mér finnst geggjað að vera hafsent og fá engin spjöld. Snarheiðarleg. Dómarinn sagði bara hættu að gera þetta, útskýringin var ekkert betri en það. Það getur vel verið að hún hafi meidd sig enda steig ég ofan á tærnar á henni algjörlega óvart en hann hélt ég hafi verið að reyna þetta sem mér fannst svolítið spes. En hann var svolítið peppaður í byrjun leiks, var að stoppa mikið og tala leikmenn til," sagði Arna Sif en Gunnar Oddur Hafliðason dómari leiksins gaf Margréti Árnadóttur til dæmis tiltal og gult spjald bæði strax á fjórðu mínútu leiksins.

Fylkir féll úr deildinni með tapinu í dag og því var andrúmsloftið þrungið eftir að flautað var til loka leiksins.

„Fylkir er með flott lið og marga mjög efnilega og unga leikmenn. Það er alltaf gaman að spila við þetta lið, og hörkuleikir. Það er alltaf leiðinlegt þegar lið falla en það verður einhver að taka það á sig."
Athugasemdir
banner
banner
banner