Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   lau 04. september 2021 16:45
Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif: Ég var brjáluð
Kvenaboltinn
Gleði og sorg. Arna Sif glöð að leiknum sigrinum í dag en Fylkisstúlkur fengu það erfiða hlutskipti að falla úr deildinni á sama tíma.
Gleði og sorg. Arna Sif glöð að leiknum sigrinum í dag en Fylkisstúlkur fengu það erfiða hlutskipti að falla úr deildinni á sama tíma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög góður sigur. Kannski ekki besti fótboltaleikur sem við höfum spilað í sumar en hrikalega mikilvæg stig svo við erum mjög sáttar," sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrirliði Þórs/KA eftir 1 - 2 sigur á Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Þór/KA

„Þetta var svolítið kaflaskipti. Við vorum á mörgum köflum frábærar í fyrri hálfleiknum. Skoruðum frábær mörk, héldum boltanum vel og fengum tækifæri en seinni hálfleikurinn var kaos í báðar áttir. Þær reyndu eins og þær gátu og þá stressuðumst við og þetta varð pínu kaos."

Arna Sif fékk að líta sitt fyrsta gula spjald í sumar fyrir brot í miðjuhringnum. Hún brást reið við dómnum og var beðin að útskýra hvað gekk á?

„Ég stíg upp með henni til að vinna boltann sem ég geri, og er svo bara að snúa mér við og stíg ofan á tærnar á henni algjörlega óvart og fyrir það fékk ég gult spjald," sagði Arna Sif.

„Ég var brjáluð, ég er ekki búin að fá spjald í sumar og vildi halda því svoleiðis. Og fyrir þetta, ég get alvet tekið á mig spjald ef ég á það skilið en þetta var algjör kjaftæði," sagði Arna Sif en var markmið að fara í gegnum deildin án þess að fá á sig spjald?

„Já, mér finnst geggjað að vera hafsent og fá engin spjöld. Snarheiðarleg. Dómarinn sagði bara hættu að gera þetta, útskýringin var ekkert betri en það. Það getur vel verið að hún hafi meidd sig enda steig ég ofan á tærnar á henni algjörlega óvart en hann hélt ég hafi verið að reyna þetta sem mér fannst svolítið spes. En hann var svolítið peppaður í byrjun leiks, var að stoppa mikið og tala leikmenn til," sagði Arna Sif en Gunnar Oddur Hafliðason dómari leiksins gaf Margréti Árnadóttur til dæmis tiltal og gult spjald bæði strax á fjórðu mínútu leiksins.

Fylkir féll úr deildinni með tapinu í dag og því var andrúmsloftið þrungið eftir að flautað var til loka leiksins.

„Fylkir er með flott lið og marga mjög efnilega og unga leikmenn. Það er alltaf gaman að spila við þetta lið, og hörkuleikir. Það er alltaf leiðinlegt þegar lið falla en það verður einhver að taka það á sig."
Athugasemdir
banner