Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 04. september 2021 16:45
Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif: Ég var brjáluð
Kvenaboltinn
Gleði og sorg. Arna Sif glöð að leiknum sigrinum í dag en Fylkisstúlkur fengu það erfiða hlutskipti að falla úr deildinni á sama tíma.
Gleði og sorg. Arna Sif glöð að leiknum sigrinum í dag en Fylkisstúlkur fengu það erfiða hlutskipti að falla úr deildinni á sama tíma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög góður sigur. Kannski ekki besti fótboltaleikur sem við höfum spilað í sumar en hrikalega mikilvæg stig svo við erum mjög sáttar," sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrirliði Þórs/KA eftir 1 - 2 sigur á Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Þór/KA

„Þetta var svolítið kaflaskipti. Við vorum á mörgum köflum frábærar í fyrri hálfleiknum. Skoruðum frábær mörk, héldum boltanum vel og fengum tækifæri en seinni hálfleikurinn var kaos í báðar áttir. Þær reyndu eins og þær gátu og þá stressuðumst við og þetta varð pínu kaos."

Arna Sif fékk að líta sitt fyrsta gula spjald í sumar fyrir brot í miðjuhringnum. Hún brást reið við dómnum og var beðin að útskýra hvað gekk á?

„Ég stíg upp með henni til að vinna boltann sem ég geri, og er svo bara að snúa mér við og stíg ofan á tærnar á henni algjörlega óvart og fyrir það fékk ég gult spjald," sagði Arna Sif.

„Ég var brjáluð, ég er ekki búin að fá spjald í sumar og vildi halda því svoleiðis. Og fyrir þetta, ég get alvet tekið á mig spjald ef ég á það skilið en þetta var algjör kjaftæði," sagði Arna Sif en var markmið að fara í gegnum deildin án þess að fá á sig spjald?

„Já, mér finnst geggjað að vera hafsent og fá engin spjöld. Snarheiðarleg. Dómarinn sagði bara hættu að gera þetta, útskýringin var ekkert betri en það. Það getur vel verið að hún hafi meidd sig enda steig ég ofan á tærnar á henni algjörlega óvart en hann hélt ég hafi verið að reyna þetta sem mér fannst svolítið spes. En hann var svolítið peppaður í byrjun leiks, var að stoppa mikið og tala leikmenn til," sagði Arna Sif en Gunnar Oddur Hafliðason dómari leiksins gaf Margréti Árnadóttur til dæmis tiltal og gult spjald bæði strax á fjórðu mínútu leiksins.

Fylkir féll úr deildinni með tapinu í dag og því var andrúmsloftið þrungið eftir að flautað var til loka leiksins.

„Fylkir er með flott lið og marga mjög efnilega og unga leikmenn. Það er alltaf gaman að spila við þetta lið, og hörkuleikir. Það er alltaf leiðinlegt þegar lið falla en það verður einhver að taka það á sig."
Athugasemdir
banner
banner