Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   lau 04. september 2021 16:45
Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif: Ég var brjáluð
Gleði og sorg. Arna Sif glöð að leiknum sigrinum í dag en Fylkisstúlkur fengu það erfiða hlutskipti að falla úr deildinni á sama tíma.
Gleði og sorg. Arna Sif glöð að leiknum sigrinum í dag en Fylkisstúlkur fengu það erfiða hlutskipti að falla úr deildinni á sama tíma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög góður sigur. Kannski ekki besti fótboltaleikur sem við höfum spilað í sumar en hrikalega mikilvæg stig svo við erum mjög sáttar," sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrirliði Þórs/KA eftir 1 - 2 sigur á Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Þór/KA

„Þetta var svolítið kaflaskipti. Við vorum á mörgum köflum frábærar í fyrri hálfleiknum. Skoruðum frábær mörk, héldum boltanum vel og fengum tækifæri en seinni hálfleikurinn var kaos í báðar áttir. Þær reyndu eins og þær gátu og þá stressuðumst við og þetta varð pínu kaos."

Arna Sif fékk að líta sitt fyrsta gula spjald í sumar fyrir brot í miðjuhringnum. Hún brást reið við dómnum og var beðin að útskýra hvað gekk á?

„Ég stíg upp með henni til að vinna boltann sem ég geri, og er svo bara að snúa mér við og stíg ofan á tærnar á henni algjörlega óvart og fyrir það fékk ég gult spjald," sagði Arna Sif.

„Ég var brjáluð, ég er ekki búin að fá spjald í sumar og vildi halda því svoleiðis. Og fyrir þetta, ég get alvet tekið á mig spjald ef ég á það skilið en þetta var algjör kjaftæði," sagði Arna Sif en var markmið að fara í gegnum deildin án þess að fá á sig spjald?

„Já, mér finnst geggjað að vera hafsent og fá engin spjöld. Snarheiðarleg. Dómarinn sagði bara hættu að gera þetta, útskýringin var ekkert betri en það. Það getur vel verið að hún hafi meidd sig enda steig ég ofan á tærnar á henni algjörlega óvart en hann hélt ég hafi verið að reyna þetta sem mér fannst svolítið spes. En hann var svolítið peppaður í byrjun leiks, var að stoppa mikið og tala leikmenn til," sagði Arna Sif en Gunnar Oddur Hafliðason dómari leiksins gaf Margréti Árnadóttur til dæmis tiltal og gult spjald bæði strax á fjórðu mínútu leiksins.

Fylkir féll úr deildinni með tapinu í dag og því var andrúmsloftið þrungið eftir að flautað var til loka leiksins.

„Fylkir er með flott lið og marga mjög efnilega og unga leikmenn. Það er alltaf gaman að spila við þetta lið, og hörkuleikir. Það er alltaf leiðinlegt þegar lið falla en það verður einhver að taka það á sig."
Athugasemdir
banner