Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   lau 04. september 2021 16:45
Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif: Ég var brjáluð
Gleði og sorg. Arna Sif glöð að leiknum sigrinum í dag en Fylkisstúlkur fengu það erfiða hlutskipti að falla úr deildinni á sama tíma.
Gleði og sorg. Arna Sif glöð að leiknum sigrinum í dag en Fylkisstúlkur fengu það erfiða hlutskipti að falla úr deildinni á sama tíma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög góður sigur. Kannski ekki besti fótboltaleikur sem við höfum spilað í sumar en hrikalega mikilvæg stig svo við erum mjög sáttar," sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrirliði Þórs/KA eftir 1 - 2 sigur á Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Þór/KA

„Þetta var svolítið kaflaskipti. Við vorum á mörgum köflum frábærar í fyrri hálfleiknum. Skoruðum frábær mörk, héldum boltanum vel og fengum tækifæri en seinni hálfleikurinn var kaos í báðar áttir. Þær reyndu eins og þær gátu og þá stressuðumst við og þetta varð pínu kaos."

Arna Sif fékk að líta sitt fyrsta gula spjald í sumar fyrir brot í miðjuhringnum. Hún brást reið við dómnum og var beðin að útskýra hvað gekk á?

„Ég stíg upp með henni til að vinna boltann sem ég geri, og er svo bara að snúa mér við og stíg ofan á tærnar á henni algjörlega óvart og fyrir það fékk ég gult spjald," sagði Arna Sif.

„Ég var brjáluð, ég er ekki búin að fá spjald í sumar og vildi halda því svoleiðis. Og fyrir þetta, ég get alvet tekið á mig spjald ef ég á það skilið en þetta var algjör kjaftæði," sagði Arna Sif en var markmið að fara í gegnum deildin án þess að fá á sig spjald?

„Já, mér finnst geggjað að vera hafsent og fá engin spjöld. Snarheiðarleg. Dómarinn sagði bara hættu að gera þetta, útskýringin var ekkert betri en það. Það getur vel verið að hún hafi meidd sig enda steig ég ofan á tærnar á henni algjörlega óvart en hann hélt ég hafi verið að reyna þetta sem mér fannst svolítið spes. En hann var svolítið peppaður í byrjun leiks, var að stoppa mikið og tala leikmenn til," sagði Arna Sif en Gunnar Oddur Hafliðason dómari leiksins gaf Margréti Árnadóttur til dæmis tiltal og gult spjald bæði strax á fjórðu mínútu leiksins.

Fylkir féll úr deildinni með tapinu í dag og því var andrúmsloftið þrungið eftir að flautað var til loka leiksins.

„Fylkir er með flott lið og marga mjög efnilega og unga leikmenn. Það er alltaf gaman að spila við þetta lið, og hörkuleikir. Það er alltaf leiðinlegt þegar lið falla en það verður einhver að taka það á sig."
Athugasemdir
banner
banner